Fyrir liggur ósk um breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar. Breyting snýr að eftirfarandi þáttum:
Fullnægja reglugerð og kröfum um stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008. · Deiliskipulagssvæðið stækkað til að gera ráð fyrir framtíðaruppbyggingu flugvallar sbr. greinagerð með aðalskipulagi. · Stækkun flughlaðs og bætt við akstursbraut (taxibraut) fyrir flugvélar. · Byggingareitur (10) stækkaður í 57.000 m² og færður til fyrir framtíðaruppbyggingu. Skiptist nýting hans í byggingar (25.200 m²), flughlað og bílastæði. Leyfilegt nýtingahlutfall (fótspor bygginga) er 0,45. · Gert ráð fyrir framtíðarstaðsetningu nýrra bílastæða. Heildarflatamál bílastæðareits er 13.300 m² sem fullnægir þörfum ef byggingarreitur 10 verður fullnýttur. Almennt er gert ráð fyrir 1 bílastæði á hverja 150 m² vegna bygginga nema við flugstöð er gert ráð fyrir 1 bílastæði á hverja 50 m². Heildarfjöldi bílastæða er að hámarki 380 bílastæði. · Afmarkaðar eru 6 nýjar lóðir, 3 lóðir stækkaðar og gefin götuheiti; - Gerð er lóð utan um Flugstöðvarbyggingu (Flugvallarvegur 17). - Gerðar eru 5 nýjar lóðir fyrir flugvallarstarfsemi merktar 12 á uppdrátt (Flugvallarvegur 1-9). - Lóð sem er utan um hús 2 stækkar (Flugvallarvegur 15). - Lóð sem er utan um hús 4 stækkar (Flugvallarvegur 13). - Lóð sem er utan um hús 5 stækkar (Flugvallarvegur 11). · Byggingareitur áður merktur 5 verður merktur 12 eins og aðrir lausir byggingarreitir. Leyfilegt byggingarmagn á byggingarreitum 12 verður það sama en nýtingahlutfall (fótspor bygginga) er 0,50. · Framtíðar aðkoma flugvallar færist.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái afgreiðslu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar Skipulagsstofnunnar vegna breytingar á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag fái málsmeðferð í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í auglýsingu komi fram að þær athugasemdir sem bárust við fyrri auglýsingu fái umfjallun að nýju og verði svarað eins og um nýjar athugasemdir sé að ræða.
Deiliskipulag Egilsstaðaflugvallar tekið til umræðu. Lögð eru fram svör við athugsemdum vegna deiliskipulags.
Tillaga var áður auglýst frá 10. júní til 15. júlí 2018. Tillaga var auglýst að nýju eftir ábendingu Skiplagsstofnunar og var síðasti dagur til að gera athugasemdir 15. mars sl., ekki bárust nýjar athugasemdir.
Lögð eru fram svör við athugasemdum vegna deiliskipulags.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki deiliskipulagið og geri svör við athugasemdum að sínum.
Lögð fram yfirferð Skipulagsstofnunar á breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa samband við Isavía og ræða um framhald verkefnisins, með hliðsjón af athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu málsins.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fundaði ásamt skipulagsráðgjöfum og fulltrúa Isavia með Skipulagsstofnun í dag vegna málsins. Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að breyting á deiliskipulagi fyrir flugvöllinn dags. 13.3.2020 verði auglýst að nýju ásamt umhverfisskýrslu.
Fullnægja reglugerð og kröfum um stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og
ráðsins (EB) nr. 216/2008.
· Deiliskipulagssvæðið stækkað til að gera ráð fyrir framtíðaruppbyggingu flugvallar
sbr. greinagerð með aðalskipulagi.
· Stækkun flughlaðs og bætt við akstursbraut (taxibraut) fyrir flugvélar.
· Byggingareitur (10) stækkaður í 57.000 m² og færður til fyrir framtíðaruppbyggingu.
Skiptist nýting hans í byggingar (25.200 m²), flughlað og bílastæði. Leyfilegt nýtingahlutfall
(fótspor bygginga) er 0,45.
· Gert ráð fyrir framtíðarstaðsetningu nýrra bílastæða. Heildarflatamál bílastæðareits er 13.300 m²
sem fullnægir þörfum ef byggingarreitur 10 verður fullnýttur. Almennt er gert ráð fyrir 1 bílastæði
á hverja 150 m² vegna bygginga nema við flugstöð er gert ráð fyrir 1 bílastæði á hverja 50 m². Heildarfjöldi
bílastæða er að hámarki 380 bílastæði.
· Afmarkaðar eru 6 nýjar lóðir, 3 lóðir stækkaðar og gefin götuheiti;
- Gerð er lóð utan um Flugstöðvarbyggingu (Flugvallarvegur 17).
- Gerðar eru 5 nýjar lóðir fyrir flugvallarstarfsemi merktar 12 á uppdrátt (Flugvallarvegur 1-9).
- Lóð sem er utan um hús 2 stækkar (Flugvallarvegur 15).
- Lóð sem er utan um hús 4 stækkar (Flugvallarvegur 13).
- Lóð sem er utan um hús 5 stækkar (Flugvallarvegur 11).
· Byggingareitur áður merktur 5 verður merktur 12 eins og aðrir lausir byggingarreitir. Leyfilegt byggingarmagn
á byggingarreitum 12 verður það sama en nýtingahlutfall (fótspor bygginga) er 0,50.
· Framtíðar aðkoma flugvallar færist.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái afgreiðslu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.