Umhverfis- og framkvæmdanefnd

111. fundur 02. maí 2019 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við einu máli, umsókn um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi að Fjóluhvammi 3. og verður það númer 18.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Tillaga að breyttum fundartíma umhverfis- og framkvæmdanefndar í maí.

Málsnúmer 201903109Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga var staðfest í bæjarráði 25.3 2019.
"Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fundardögum bæjarstjórnar í maí verði breytt frá því sem ákveðið var í bæjarstjórn 21. nóv. sl. Fundirnir verði haldnir 8. og 22. maí, í stað 2. og 15. maí, eins og áður var ákveðið. Jafnframt er lagt til að fundir nefnda í maí færist aftur um viku í samræmi við fundi bæjarstjórnar."

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að færa fundi nefndarinnar aftur um viku í maí frá áður samþykktri starfssáætlun í samræmi við tillögu bæjarráðs. Fundir nefndarinnar í maí verði því 15. og 29. maí í stað 8. og 22. maí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020

Málsnúmer 201904140Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020. Einnig yfirlit launa tímabilið, 2018, 2019 og 2020.


Í vinnslu.

3.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

Málsnúmer 201904139Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020. Einnig yfirlit launa tímabilið janúar til mars 2019.

Í vinnslu.

4.Lausaganga búfjár á Fagradal

Málsnúmer 201903165Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur samantekt fundar um lausagöngu búfjár sem fór fram á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar 19. mars sl.

Lagt fram til kynningar.

5.Beiðni um úrbætur á bílastæðamálum í kringum Hlaðir Fellabæ

Málsnúmer 201903090Vakta málsnúmer

Erindi frá Grétu Sigurjónsdóttur vegna fjölgunar á bílastæðum með fram fljótinu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að áform um fjölgun bílastæða verð grenndarkynnt fyrir næsta nágrenni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsi, Möðrudal.

Málsnúmer 201902105Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- framkvæmdanefnd liggur erindi frá Fjalladýrð ehf. þar sem sótt er um byggingarleyfi í landi Möðrudals.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu. Lagt er til að erindið verði kynnt hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Möðrudals

Málsnúmer 201904136Vakta málsnúmer

Umsókn um stofnun fasteignar úr landi Möðrudals.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Samþykkt um hundahald í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201904008Vakta málsnúmer

Við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps þurfti hið nýja sveitarfélag að setja sér nýjar samþykktir skv. sveitarstjórnarlögum. Samþykkt um hundahald er ein af þessum samþykktum sem þarf að setja.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnisstjóra umhverfismála að koma athugasemdum á framfæri við Heilbrigðisnefnd Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Málsnúmer 201904009Vakta málsnúmer

Við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps þurfti hið nýja sveitarfélag að setja sér nýjar samþykktir skv. sveitarstjórnarlögum. Samþykkt um kattahald er ein af þessum samþykktum sem þarf að setja.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnisstjóra umhverfismála að koma athugasemdum á framfæri við Heilbrigðisnefnd Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu deiliskipulags miðbæjar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að auglýsa kynningarfund þann 16. maí nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Norðvestursvæði Egilsstaðir, deiliskipulag

Málsnúmer 201804035Vakta málsnúmer

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða, breyting snýr að Lagarási 21 - 33.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða og leggur til að hún fái málsmeðferð í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Breyting á deilliskipulagi Selbrekku, breyting 4.

Málsnúmer 201810041Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku að lokinni grenndarkynningu. Breyting hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 122/2010.

Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki deiliskipulagsbreytingu og tillaga verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 201802076Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Egilsstaðflugvallar tekið til umræðu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna svör við athugasemdum og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Ósk um breytingu á deiliskipulagi suðursvæðis

Málsnúmer 1806032Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu að deiliskipulagi Suðursvæðis, tillaga gerð að beiðni Höskuldar R Höskuldssonar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Suðursvæðis Egilsstaða og leggur til að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Furuvelli 11

Málsnúmer 201904033Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Furuvöllum 11.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Bréf til Sveitarfélagsins v. bílskúra við Ártún

Málsnúmer 201904138Vakta málsnúmer

Tillaga/ósk að breytingu á bílskúrsreits fyrir Ártún 1 -17

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


17.Eyjólfsstaðaskógur 24,umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201111062Vakta málsnúmer

Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús, Eyjólfsstaðaskógi 24.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að veita byggingarleyfi fyrir sumarhúsi með hliðsjón af 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Umsókn um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi að Fjóluhvammi 3

Málsnúmer 201902042Vakta málsnúmer

Fyrirspurn lóðarhafa um staðsetningu byggingar innan byggingarreits.

Frestað.

Fundi slitið - kl. 20:00.