Farið yfir fundargerð frá fundi sem starfsmenn Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs héldu um málið 19. mars sl.
Bæjarráð áréttar að kjósi sveitarfélög að skilgreina fjárlaus svæði í sínu skipulagi, eins og Fjarðabyggð hefur gert í þessu tilfelli, þá er það á ábyrgð þess sveitarfélags að girða viðkomandi svæði af. Kjósi Vegagerðin að girða af svæði til að halda búfé frá vegstæðum er henni það heimilt að höfðu samráði við landeigendur og þá sem eiga upprekstrarrétt á viðkomandi svæði. Mikilvægt er að slíkar framkvæmdir gangi ekki á rétt nýtingaraðila. Bæjarráð leggur áherslu á það að þau landsvæði sem um er fjallað og eru innan Fljótsdalshéraðs, eru landbúnaðarsvæði samkvæmt skipulagi sveitarfélagsins og ekki gert ráð fyrir takmörkunum á landnotkun hvað umferð og beit búfjár á slíkum svæðum varðar.
Bæjarstjóra falið að koma niðurstöðu bæjarráðs á framfæri við aðila máls og hefur Fljótsdalshérað þar með lokið aðkomu sinni að viðræðum um þetta mál.
Lagt fram til kynningar.