Norðvestursvæði Egilsstaðir, deiliskipulag

Málsnúmer 201804035

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89. fundur - 11.04.2018

Deiliskipulags Norðvestursvæðis Egilsstaða tekið til umfjöllunnar vegna áforma um uppbyggingu á lóðinni Lagarás 21 - 33.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna um Lagarás 21 - 33 og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 90. fundur - 25.04.2018

Deiliskipulag Norðvestursvæðis Egilsstaða tekið til umfjöllunnar vegna áforma um uppbyggingu á lóðinni Lagarás 21 - 33.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 91. fundur - 09.05.2018

Deiliskipulag Norðvestursvæðis Egilsstaða tekið til umfjöllunnar vegna áforma um uppbyggingu á lóðinni Lagarás 21 - 33.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að unnar verði 3D myndir af útfærslunni og lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 92. fundur - 23.05.2018

Deiliskipulag Norðvestursvæðis Egilsstaða tekið til umfjöllunnar vegna áforma um uppbyggingu á lóðinni Lagarás 21 - 33.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingar á deiliskipulagi Norðurvestursvæðis Egilsstaða þannig að byggingarreitur við Lagarás 21-33 verði stækkaður til norðurs og austurs og heimilt verði að byggja allt að tveggja hæða byggingu.

Jafnframt er vakinn athygli á skilgreiningu lóðarinnar í aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 108. fundur - 13.03.2019

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstað, breyting snýr að Lagarás 21 - 33.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 109. fundur - 27.03.2019

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða, breyting snýr að Lagarási 21 - 33.

Mál í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 111. fundur - 02.05.2019

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða, breyting snýr að Lagarási 21 - 33.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða og leggur til að hún fái málsmeðferð í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122. fundur - 13.11.2019

Til umfjöllunar er óveruleg breyting á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða

Fyrir nefndinni liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Norðvestursvæði Egilsstaða. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. október sl. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga á óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæði verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.