Umhverfis- og framkvæmdanefnd

91. fundur 09. maí 2018 kl. 17:00 - 20:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við eftirfarandi málum, Umgengni utanhúss, aðgerðir HAUST, Óveruleg breyting á Athafna- og iðnaðarsvæði við Miðás og Brúnás og Umsókn um byggingarlóð, Miðás 47 og verða þau númer 10, 11 og 12.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Norðvestursvæði Egilsstaðir, deiliskipulag

Málsnúmer 201804035

Deiliskipulag Norðvestursvæðis Egilsstaða tekið til umfjöllunnar vegna áforma um uppbyggingu á lóðinni Lagarás 21 - 33.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að unnar verði 3D myndir af útfærslunni og lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Mál í vinnslu.

3.Malbikaður gangvegur frá Fellabæ að ylströnd við Urriðavatn

Málsnúmer 201804182

Fyrir liggur erindi af vefsvæðinnu Betra Fljótsdalshérað þar sem óskað er eftir gangvegi milli Fellabæjar og Urriðavatns.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna og telur brýnt að gert verði ráð fyrir verkefninnu í gerð fjárhagsáætlanna næstu ára.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Hraðahindranir á Skógarlönd

Málsnúmer 201804181

Fyrir liggur erindi af vefsvæðinnu Betra Fljótsdalshérað þar sem óskað er eftir að sett verði hraðahindrum á Skógarlönd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna.
Ný gangstétt og lagfæringar á eldri gangstéttum í Dynskógum eru á framkvæmdaáætlunum. Nefndin telur óhentugt að setja hraðahindranir á Skógarlönd þar sem sem þær torvelda vetraþjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir smáhýsi að Stóra-Bakka

Málsnúmer 201805039

Fyrir nefndinni liggur umsókn um byggingarleyfi frá Stóra-Bakka ehf. fyrir smáhýsi að Stóra-Bakka.

Unmverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi við Kaupvang 10.

Málsnúmer 201805040

Lagt er fram erindi frá Landstólpa ehf. beiðni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gáma og bráðabirgðaaðstöðu á lóð.

Umhverfis- og framkævmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda en bendir á að þær framkvæmdir sem bundnar eru við leyfið eru til bráðabyrgðar og á ábyrgð leyfishafa. Jafnframt er vakin athygli á að ekki er víst að leyfið fáist endurnýjað er það rennur út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um Ártúni 11-17

Málsnúmer 201805041

Umsókn um lóðina Ártún 11 - 17 frá H Gæði ehf. undirrituð af Hrafnkeli Elíssyni.

Umhverfis-og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni til H Gæða ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ráðning fjallskilastjóra

Málsnúmer 201802092

Til umræðu er ráðningu fjallskilastjóra í Jökulsárhlíð.

Málið er í vinnslu.

9.Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Hallbjarnarstöðum

Málsnúmer 201805042

Fyrir nefndinni liggur umsókn um byggingarleyfi frá Jóni Runólfi Jónssyni fyrir einbýlishúsi að Hallbjarnarstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykktir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umgengni utanhúss, aðgerðir HAUST

Málsnúmer 201805051

Fyrir nefndinni liggur tilkynning frá HAUST varðandi umgengni utanhúss í þéttbýli.

Í ljósi tilkynningar HAUST hvetur umhverfis- og framkvæmdanefnd íbúa og fyrirtæki til að huga að umgengni innan sinna lóða og í umhverfinu.

Nefndin vill þakka þeim íbúum sem sýnt hafa gott fordæmi með ruslahreinsun og tiltekt innan sveitafélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Óverulega breyting á Athafna- og iðnaðarsvæði við Miðás og Brúnás

Málsnúmer 201804089

Fyrir fundi nefndarinnar liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Athafna- og iðnaðarsvæði við Miðás og Brúnás. Breyting felur í sér sameiningu á lóðunum Miðás 22 - 24 ásamt því að heimilt er að víkja frá byggingarlínu við Miðás

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan hljóti afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um byggingarlóð, Miðás 47

Málsnúmer 201801114

Fyrir nefndinni liggur erindi frá U.E. Vélaleiga þar sem óskað er eftir að skila lóð nr. 47 við Miðás og sækir jafnframt um lóð nr. 26 við sömu götu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:45.