Fundir bæjarstjórnar

Málsnúmer 201903109

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 464. fundur - 25.03.2019

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fundardögum bæjarstjórnar í maí verði breytt frá því sem ákveðið var í bæjarstjórn 21. nóv. sl.
Fundirnir verði haldnir 8. og 22. maí, í stað 2. og 15. maí, eins og áður var ákveðið. Jafnframt er lagt til að fundir nefnda í maí færist aftur um viku í samræmi við fundi bæjarstjórnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 111. fundur - 02.05.2019

Eftirfarandi tillaga var staðfest í bæjarráði 25.3 2019.
"Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fundardögum bæjarstjórnar í maí verði breytt frá því sem ákveðið var í bæjarstjórn 21. nóv. sl. Fundirnir verði haldnir 8. og 22. maí, í stað 2. og 15. maí, eins og áður var ákveðið. Jafnframt er lagt til að fundir nefnda í maí færist aftur um viku í samræmi við fundi bæjarstjórnar."

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að færa fundi nefndarinnar aftur um viku í maí frá áður samþykktri starfssáætlun í samræmi við tillögu bæjarráðs. Fundir nefndarinnar í maí verði því 15. og 29. maí í stað 8. og 22. maí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 491. fundur - 25.11.2019

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að fundir bæjarstjórnar 18. desember og 1. janúar verði felldir niður vegna jólaleyfis. Jafnframt að bæjarstjórn veiti bæjarráði fullnaðarafgreiðsluheimild mála frá 5. desember til og með 6. janúar.