Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

464. fundur 25. mars 2019 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins, m.a. samninga við Ísland ljóstengt verkefnið, vegna lagningu ljósleiðara í dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

2.Fundargerð 869. fundar Sambands íslenskra sveitafélaga

Málsnúmer 201903105Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Vegna áforma fjármálaráðherra að skerða tekjur jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 201903099Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að ríkið annars vegar og sveitarfélög hins vegar eru jafnsett stjórnsýslustig og að ekki er ásættanlegt að ríkið taki einhliða ákvarðanir um tekjustreymi til sveitarfélaga í gegn um Jöfnunarsjóð.
Bæjarráð hvetur ríkið og Samband Ísl. sveitarfélaga til þess að eiga í faglegu samtali og samstarfi um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

4.Forathugun á vilja bæjarráðs/sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd

Málsnúmer 201903084Vakta málsnúmer

Bæjarráð telur að sveitarfélagið hafi ekki forsendur til að gera samninga á þeim nótum sem Útlendingastofnun leggur til.

5.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - Kaldá

Málsnúmer 201902019Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

6.Fundir bæjarstjórnar

Málsnúmer 201903109Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fundardögum bæjarstjórnar í maí verði breytt frá því sem ákveðið var í bæjarstjórn 21. nóv. sl.
Fundirnir verði haldnir 8. og 22. maí, í stað 2. og 15. maí, eins og áður var ákveðið. Jafnframt er lagt til að fundir nefnda í maí færist aftur um viku í samræmi við fundi bæjarstjórnar.

7.Ársreikningur 2018 - Samtaka orkusveitafélaga

Málsnúmer 201903108Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitaféalga - Frjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019

Málsnúmer 201903115Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Erindi frá starfsmönnum Sýslumannsins á Austurlandi

Málsnúmer 201903002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá starfsmönnum embættis sýslumannsins á Austurlandi, varðandi fjárframlög til embættisins og rekstrarstöðu þess.

Bæjarráð tekur undir allt það sem fram kemur í bréfinu og mun áfram taka málið upp við dómsmálaráðuneytið og þingmenn kjördæmisins, líkt og gert hefur verið undanfarin ár.
Bæjarráð ítrekar að þjónusta sýslumannsembættisins á Austurlandi er íbúum svæðisins nauðsynleg, en miðað við núverandi fjárveitingar til embættisins er ljóst að ríkið er ekki að standa við að veita þá þjónustu í samræmi við þörf, lög og reglugerðir.

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð - 710. mál.

Málsnúmer 201903118Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lítur svo á að eðlilegt sé að gjöld af því tagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir renni óskert til viðkomandi sveitarfélaga, án milligöngu ríkisins eða sjóða á vegum ráðuneytanna.

Fundi slitið - kl. 10:00.