Vegna áforma fjármálaráðherra að skerða tekjur jöfnunarsjóðs

Málsnúmer 201903099

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 464. fundur - 25.03.2019

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að ríkið annars vegar og sveitarfélög hins vegar eru jafnsett stjórnsýslustig og að ekki er ásættanlegt að ríkið taki einhliða ákvarðanir um tekjustreymi til sveitarfélaga í gegn um Jöfnunarsjóð.
Bæjarráð hvetur ríkið og Samband Ísl. sveitarfélaga til þess að eiga í faglegu samtali og samstarfi um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 470. fundur - 13.05.2019

Farið yfir umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga vegna málsins. Bæjarráð tekur heilshugar undir umsögnina og þau áhersluatriði sem Sambandið setur fram.