Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1806032

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93. fundur - 27.06.2018

Fyrirspurn til Umhverfis- og framkvæmdanefndar frá Höskuldi R Höskuldsyni um lóðir að Bláargerði 4 - 6 -8 -10 - 12 -14 og breytingar á skipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi Suðursvæðis Egilsstaða í samræmi við ósk Höskuldar R. Höskuldssonar ef samningar nást við Höskuld um lóðarúthlutun og framkvæmdatíma og verði málsmeðferð í samræmi við 44. gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 111. fundur - 02.05.2019

Tillaga að breytingu að deiliskipulagi Suðursvæðis, tillaga gerð að beiðni Höskuldar R Höskuldssonar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Suðursvæðis Egilsstaða og leggur til að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 112. fundur - 15.05.2019

Niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Suðursvæðis.

Tillaga var grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og liggur samþykki fyrir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.