Umhverfis- og framkvæmdanefnd

125. fundur 22. janúar 2020 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

Málsnúmer 201904139

Fyrir fundinum liggja drög að starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020.

Í vinnslu.

2.Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

Málsnúmer 201806085

Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal. Farið yfir svör við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir svör við athugasemdum. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillaga aðalskipulags og svör við athugasemdum verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Atvinnuvega- og nýsköpunarráðaneytis um breytta landnotkun.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að málmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Deiliskipulag Grundar á Efri Jökuldal

Málsnúmer 201810120

Deiliskipulag Grundar á Efri Jökuldal. Farið yfir svör við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma.

Umhverfis- og framkvæmdnefnd fór yfir þau svör sem bárust 20. janúar sl. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggignarfulltrúa taka saman svör við þeim athugasemdum sem bárust og fara yfir deiliskipulagstillögu í samræmi við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar.

Mál í vinnslu.


4.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 201802076

Svar Skipulagsstofnunnar vegna breytingar á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag fái málsmeðferð í samræmi við 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í auglýsingu komi fram að þær athugasemdir sem bárust við fyrri auglýsingu fái umfjallun að nýju og verði svarað eins og um nýjar athugasemdir sé að ræða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Lagarfell 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 201911101

Grenndarkynning á umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir olíugeyma að Lagarfelli 2.

Í vinnslu.

6.Deiliskipulag Fellaskóla breyting

Málsnúmer 201912124

Vegna áforma um byggingu á leikskóla á lóð við Fellaskóla þarf að breyta deiliskipulagi við Fellaskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi við Fellaskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um nýtt framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á 50.000 fermetrum, Litlabakka í Hróarstungu.

Málsnúmer 202001077

Umsókn landeiganda um leyfi til efnistöku úr landi Litlabakka.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Fiskistofu vegna áforma um efnistöku.

Í vinnslu.



8.Umsókn um lagnaleið

Málsnúmer 201910174

Umsókn um lagnaleið fyrir ljósleiðara.

Í vinnslu.

9.Bæjarstjórnarbekkurinn desember 2019

Málsnúmer 201912075

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur fyrir erindi af bæjarstjórnarbekknum.

Frestað.

10.Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2020

Málsnúmer 201802035

Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2020.

Frestað.

11.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2020

Málsnúmer 202001062

Stjórnarfundur Náttúrustofu Austurlands 2020 var haldinn þann 10. janúar sl. Fundargerð lögð fram.

Frestað.

12.Fundargerð 153. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201912109

Fundargerð 153. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Frestað.

13.Ný umferðarlög

Málsnúmer 201912108

Nú um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl. Ýmsar breytingar fylgja þessum nýju lögum sem mikilvægt er að almenningur hafi góða yfirsýn yfir enda varða umferðarlög alla vegfarendur á Íslandi.

Frestað.

Fundi slitið - kl. 20:00.