Lagarfell 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 201911101

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 123. fundur - 27.11.2019

Umsókn um byggingarleyfi vegna endurnýjunar á eldsneytisgeymum Olíuverslunar Íslands við Lagarfell 2.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að byggingaráform verði grenndarkynnt og leitað eftir afstöðu Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 125. fundur - 22.01.2020

Grenndarkynning á umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir olíugeyma að Lagarfelli 2.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136. fundur - 12.08.2020

Grenndarkynning á umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir olíugeyma að Lagarfelli 2 hefur farið fram og bárust tvær athugasemdir við byggingaráformin.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að beina athugasemdum til hönnuðar og senda veitufyrirtækjum og nágrönnum tillöguna til umsagnar vegna minniháttar breytinga sem hafa orðið á henni.


Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138. fundur - 09.09.2020

Borist hefur svar frá hönnuðum við athugasemd sem barst við grenndarkynningu. Einnig hefur borist umsögn frá HEF.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti enda verði haft samráð við veitustofnanir og HAUST um framkvæmdina. Nefndin samþykkir að senda þeim sem gerðu athugasemdir svar hönnuðar sem svar nefndarinnar við fram komnum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu