Umhverfis- og framkvæmdanefnd

136. fundur 12. ágúst 2020 kl. 17:00 - 19:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
  • Sigurður Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við einu máli og það verði nr. 19 á dagskránni.

Samþykkt samhljóða

1.Selskógur deiliskipulag

Málsnúmer 201606027

Skipulagsráðgjafi Sóley Valdimarsdóttir kynnti vinnslutillögu fyrir deiliskipulag í Selskógi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að tillagan verði kynnt sem vinnslutillaga fyrir umsagnaraðilum og almenningi.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

2.Tímabundin undanþága vegna starfsemi Tónlistarskólans í Fellabæ í kjallarahúsnæði Fellaskóla

Málsnúmer 202006152

Yfirmaður eignasjóðs kynnti tillögu að bráðabirgðalausn til að koma til móts við athugasemdir Brunavarna Austurlands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við þessa lausn en áréttar að með henni verður ekki til fullnægjandi kennslurými.
Nefndin felur yfirmanni eignasjóðs að bera lausnina undir Brunavarnir Austurlands.

Samþykkt með nafnakalli með þremur atkvæðum (BHS, GHÁ og KS), einn sat hjá (AÁ) og einn var á móti (KL).

3.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087

Fyrir liggur ósk frá hönnuðum nýs leikskóla í Fellabæ um stækkun lóðar leikskólans.

Stækkunin er innan marka landnotkunarreits í aðalskipulagi. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili stækkun á lóð fyrir nýjan leikskóla í samræmi við gögn málsins.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

4.Fénaðarklöpp 3, umsókn um lóð

Málsnúmer 201206122

Umsókn frá húsbyggingarnefnd Vöku um lóð sem er ekki til og ekki er til deiliskipulag. Upphaflegt erindi frá 2012.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að funda með umsækjendum og afla frekari gagna.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

5.Lagarfell 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 201911101

Grenndarkynning á umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir olíugeyma að Lagarfelli 2 hefur farið fram og bárust tvær athugasemdir við byggingaráformin.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að beina athugasemdum til hönnuðar og senda veitufyrirtækjum og nágrönnum tillöguna til umsagnar vegna minniháttar breytinga sem hafa orðið á henni.


Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

6.Nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201811050

Fyrir liggja tvær umsagnir sem bárust við auglýsingu á deiliskipulagstillögu við Tunguás.

Aðalsteinn Ásmundarson vék af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tekið verði tillit til fram kominna athugasemda og þeim vísað til ráðgjafa til viðeigandi lagfæringa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í samræmi við gögn fundar með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

7.Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202004198

Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var auglýst þann 16. júlí 2020 og var frestur til að skila umsögnum og koma á framfæri ábendingum til 10. ágúst. Ein umsögn hefur borist frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar athugasemdum til ráðgjafa til yfirferðar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

8.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Auglýsingu er lokið frestur til að skila inn umsögnum eða athugasemdum var til 4. ágúst. Ein athugasemd barst frá þremur aðilum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa fram komnum athugasemdum til ráðgjafa til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

9.Eyvindará II deiliskipulag

Málsnúmer 201601236

Auglýsingu er lokið frestur til að skila inn umsögnum eða athugasemdum var til 4. ágúst. Tvær athugasemdir bárust.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa fram komnum athugasemdum til ráðgjafa til úrvinnslu og óskar eftir að hann vinni tillögu um með hvaða hætti hægt sé að bregðast við þeim.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

10.Landsnet, Kerfisáætlun 2020 - 2029

Málsnúmer 201911091

Til kynningar er kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 ásamt framkvæmdaáætlun 2021-2023, en umsagnafrestur rann út þann 31. júlí sl.

Lagt fram til kynningar.

11.Árskógar 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202006007

Grenndarkynning fyrir byggingu að Árskógum 32 hefur farið fram og er án athugasemda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að málinu verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

12.Flúðir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202006028

Grenndarkynning fyrir byggingu að Flúðum hefur farið fram og er án athugasemda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að málinu verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

13.Úlfsstaðaskógur 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202003107

Grenndarkynning fyrir byggingu að Úlfsstaðaskógi 43 hefur farið fram og barst umsögn frá Minjastofnun Íslands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að málinu verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

14.Hvammur 157511 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202005120

Grenndarkynning fyrir byggingu að Hvammi 157511 hefur farið fram og er án athugasemda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að málinu verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

15.Hvammur 157511 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202005121

Grenndarkynning fyrir byggingu að Hvammi 157511 hefur farið fram og er án athugasemda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að málinu verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

16.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2020

Málsnúmer 202001062

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020

Málsnúmer 202002112

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

18.Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2019

Málsnúmer 202007024

Ársskýrsla HAUST lögð fram til kynningar.

19.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

Málsnúmer 201904139

Fyrir liggur annars vegar beiðni um nýja gangstétt sem afmarki lóð Íþróttamiðstöðvarinnar samhliða Furuvöllum og hins vegar tölvupóstur með tillögum að lausnum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að fela verkstjóra þjónustumiðstöðvar að ganga frá afmörkun í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. Lagt er til að varanleg gangstétt verði gerð í samræmi við endanlega hönnun á svæðinu sem er áætluð á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Fundi slitið - kl. 19:45.