Tímabundin undanþága vegna starfsemi Tónlistarskólans í Fellabæ í kjallarahúsnæði Fellaskóla

Málsnúmer 202006152

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136. fundur - 12.08.2020

Yfirmaður eignasjóðs kynnti tillögu að bráðabirgðalausn til að koma til móts við athugasemdir Brunavarna Austurlands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við þessa lausn en áréttar að með henni verður ekki til fullnægjandi kennslurými.
Nefndin felur yfirmanni eignasjóðs að bera lausnina undir Brunavarnir Austurlands.

Samþykkt með nafnakalli með þremur atkvæðum (BHS, GHÁ og KS), einn sat hjá (AÁ) og einn var á móti (KL).

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 291. fundur - 25.08.2020

Fræðslustjóri fór yfir forsögu málsins og forsendur þess að málið er á dagskrá nefndarinnar. Hún nefndi jafnframt tillögu um tímabundna viðbót við kennsluhúsnæði skólans sem reifuð hefur verið við skólastjóra. Drífa Sigurðardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ ræddi jafnframt stöðuna í skólanum, en starfsfólk skólans mun leggjast á eitt um að láta skólastarfið ganga tímabundið við núverandi aðstæður, en lögð er áhersla á að horft verði til varanlegri lausnar á húsnæðisvanda skólans.

Fyrir liggur samþykkt um að fram fari kostnaðargreining á að bætt verði hæð ofan á nýrri álmu Fellaskóla. Yfirmaður Eignasjóðs leggur áherslu á að fyrir liggi frumþarfagreining á hvernig slík hæð verði nýtt. Fræðslunefnd leggur til að skólastjórar Fellaskóla, Tónlistarskólans í Fellabæ, yfirmaður Eignasjóðs og fræðslustjóri vinni drög að slíkri þarfagreiningu sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137. fundur - 26.08.2020

Yfirmaður eignasjóðs mætti á fundinn og kynnti uppfærð gögn og afstöðu Brunavarna á Austurlandi til fyrirliggjandi útfærslu á flóttaleið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir bókanir bæjarstjórnar og fræðslunefndar vegna málsins og telur ekki forsendur til að vinna verkefnið áfram að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 17:20