Úlfsstaðaskógur 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202003107

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130. fundur - 08.04.2020

Úlfsstaðaskógur 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 133. fundur - 27.05.2020

Úlfsstaðaskógur 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, umfjöllun að lokinni grenndarkynningu.

Máli frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 134. fundur - 10.06.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir orlofshúsi við Úlfsstaðaskóg 43.

Grenndarkynning fyrir orlofshúsi við Úlfsstaðaskóg 43 hefur farið fram og er án athugasemda. Ein ábending barst þar sem varað var við ofanvatni á lóð. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að máli verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136. fundur - 12.08.2020

Grenndarkynning fyrir byggingu að Úlfsstaðaskógi 43 hefur farið fram og barst umsögn frá Minjastofnun Íslands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að málinu verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.