Umhverfis- og framkvæmdanefnd

134. fundur 10. júní 2020 kl. 17:00 - 19:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Kjartan Róbertsson umsjónamaður fasteigna
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að bæta við þremur liðum nr. 12, 13 og 14.
Samþykkt samhljóða.

Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs sat fundinn undir fyrsta lið.

1.Staða framkvæmda, mars 2020

Málsnúmer 202004010

Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs fór yfir stöðu framkvæmda og viðhaldsverkefna.

Lagt fram til kynningar.

2.Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 201509024

Farið yfir þá þætti sem einkenna byggingar innan svæðis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita eftir ráðgjafa varðandi vinnu við gerð verndarskilmála.

Mál í vinnslu.

3.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur greinagerð miðbæjarskipulags Fljótsdalshéraðs. Deiliskipulagið var til kynningar fyrir ári síðan og komu fram ábendingar við deiliskipulagstillögu.
Eftir að kynningu lauk hefur verið unnið með hagsmunaaðilum að úrlausnum við ábendingum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingar á tillögu verði samþykktar og tillaga auglýst að nýju og verði málsmeðferð í samræmi við 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Langtímastæði fyrir ferðavagna

Málsnúmer 202005194

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Vilhjálmi Karli Jóhannssyni vegna áforma um uppbyggingu og rekstur tjald- og hjólhýsastæðis í landi Þreps.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við umsækjanda að snúa sér til Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna starfsleyfis. Jafnframt leggur nefndin til að umsækjandi hafi samráð við starfsmann nefndarinnar vegna umfangs og tímalengdar leyfis fyrir starfsemi.

Benedikt Hlíðar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni íbúa í Kelduskógum og Litluskógum um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu.

Málsnúmer 202006029

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur beiðni frá íbúum Kelduskóga og Litluskóga um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu.
Umferð um þessar götur er afar mikil sökum þess að hægt er að keyra hring og því hentug til að "rúnta" í gegn. Einnig hefur mikið borið á hraðakstri í báðum götum. Öll gangangdi umferð, t.d. grunnskólabarna úr Selbrekku, er til að mynda í gegnum Kelduskóga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita álits sérfræðings í umferðar- og öryggismálum fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um vegsvæði úr landi Vatnsskóga

Málsnúmer 202006030

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur borist umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Vatnsskóga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki landskipti og felur skipulags- og byggingafulltrúa að stofna viðkomandi landnúmer.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Árskógar 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202006007

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir bílskúr við Árskóga 32.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Flúðir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202006028

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir frístundahúsi í ferðamannaleigu við Flúðir Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tjarnarbraut 11 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202006016

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir viðbyggingu við Tjarnarbraut 11 Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Ferjukíll - lóðir

Málsnúmer 201902035

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur ósk um niðurfellingu á lóðum við Ferjukíl.

Umhverfis- og framvkæmdanefnd áréttar að nefndin hefur ekki heimild til lækkunar eða niðurfellingar fasteignagjalda.

Nefndin leggur því til að farið verði yfir með landeigendum hvernig staðið verði að niðurfellingu á landnúmeri og hverju það skili landeiganda.

Vilji landeigandi sameina lóðir er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að verða við þeirri ósk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Smáhýsi án leyfis í þéttbýli

Málsnúmer 202006032

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir verklag og verkreglur varðandi smáhýsi sem standa í leyfisleysi í þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi auglýsi verklag og verkreglur varðandi smáhýsi í þéttbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Leyningur - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202002134

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir vinnuaðstöðu og íbúð að Leyningi Fljótsdalshéraði.

Grenndarkynning fyrir byggingu að Leyningi hefur farið fram og er án athugasemda. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að máli verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Úlfsstaðaskógur 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202003107

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir orlofshúsi við Úlfsstaðaskóg 43.

Grenndarkynning fyrir orlofshúsi við Úlfsstaðaskóg 43 hefur farið fram og er án athugasemda. Ein ábending barst þar sem varað var við ofanvatni á lóð. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að máli verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Birnufell 1/Lóð 1. - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202005057

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Birnufell 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að máli verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.