Langtímastæði fyrir ferðavagna

Málsnúmer 202005194

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 133. fundur - 27.05.2020

Erindi frá Vilhjálmi Karli Jóhannssyni vegna áforma um uppbyggingu og rekstur fastleigu tjald- og hjólhýsastæði í landi Þreps.

Benedikt Hlíðar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

Máli frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 134. fundur - 10.06.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Vilhjálmi Karli Jóhannssyni vegna áforma um uppbyggingu og rekstur tjald- og hjólhýsastæðis í landi Þreps.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við umsækjanda að snúa sér til Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna starfsleyfis. Jafnframt leggur nefndin til að umsækjandi hafi samráð við starfsmann nefndarinnar vegna umfangs og tímalengdar leyfis fyrir starfsemi.

Benedikt Hlíðar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.