Starfshópur um legu Fjarðarheiðarganga og vegtengingar

Málsnúmer 202004198

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 314. fundur - 06.05.2020

Fyrir liggja fundargerðir starfshóps um legu Fjarðarheiðarganga, sem bæjarstjórn Fljótsdalshérað skipaði á fundi sínum þann 1. apríl.

Til máls tóku undir þessum lið og í þessari röð: Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem bar fram fyrirspurn. Björg Björnsdóttir, Hannes Karl Hilmarsson, Anna Alexandersdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, sem m.a. svaraði fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Björn Ingimarsson, Hannes Karl Hilmarsson, Gunnhildur Ingvarsdótir, Stefán Bogi Sveinsson, Björg Björnsdóttir og Björn Ingimarsson.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu starfshópsins samþykkir bæjarstjórn að unnið verði áfram að undirbúningi ganganna miðað við að munni þeirra verði við Dalhús. Jafnframt felur bæjarstjórn umhverfis- og framkvæmdanefnd, í samstarfi við Vegagerðina, að hefja þegar nauðsynlegan undirbúning að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins í þessa veru. Bæjarstjórn telur rétt að stefna að því að umhverfismat fyrir nauðsynlegar vegaframkvæmdir verði unnið samhliða gerð aðalskipulags og að í því ferli verði bornir saman þrír kostir í vegalagningu, sem í vinnu starfshópsins hafa verið nefndir Fagradalsbrautarleið, suðurleið og norðurleið. Gögn úr umhverfismatinu, sem og umferðarmati sem Vegagerðin mun einnig láta fara fram, verði nýtt til að taka endanlega afstöðu til legu vegarins í aðalskipulagsferlinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu, en einn var fjarverandi (GJ)

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132. fundur - 13.05.2020

Fyrir liggur að breyta þurfi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna breytingar á legu Fjarðarheiðargangna.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnslu við breytingu á aðalskipulagi og í því ferli verði bornir saman þrír kostir í vegalagningu, sem í vinnu starfshópsins hafa verið nefndir Fagradalsbrautarleið, suðurleið og norðurleið. Gögn úr umhverfismatinu, sem og umferðarmati sem Vegagerðin mun einnig láta fara fram, verði nýtt til að taka endanlega afstöðu til legu vegarins í aðalskipulagsferlinu.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.





Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 521. fundur - 13.07.2020

Fyrir bæjarráði liggur að fjalla um lýsingu á breytingum á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna færslu á Fjarðaheiðagöngum, samanber fullnaðarafgreiðsluumboð sem bæjarráð hefur og samþykkt var af bæjarstjórn 18 júní sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að kynna með auglýsingu lýsingu breytingartillögu aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028, að teknu tilliti til athugasemda og ábendinga sem ráðgjafi sveitarfélagsins gerir grein fyrir í skjalinu. Jafnframt að lýsingin verði kynnt í samræmi við 30. gr. skipulaglaga nr.123/2010 og 4.2.4 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136. fundur - 12.08.2020

Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var auglýst þann 16. júlí 2020 og var frestur til að skila umsögnum og koma á framfæri ábendingum til 10. ágúst. Ein umsögn hefur borist frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar athugasemdum til ráðgjafa til yfirferðar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137. fundur - 26.08.2020

Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var auglýst þann 16. júlí 2020 og var frestur til að skila umsögnum og koma á framfæri ábendingum til 10. ágúst. Ein umsögn, frá Náttúrufræðistofnun Íslands, var tekin fyrir á síðasta fundi nefndarinnar, en nú liggja fyrir þrjár umsagnir, frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun og landeigendum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir þær umsagnir og athugasemdir sem hafa borist og samþykkir að vísa erindinu til skipulagsráðgjafa til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138. fundur - 09.09.2020

Borist hefur umsögn Vegagerðarinnar um skipulagslýsinguna. Ekki hefur borist umsögn frá Skipulagsstofnun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa umsögninni til skipulagsráðgjafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 139. fundur - 18.09.2020

Borist hefur umsögn Skipulagsstofnunar.

Umhverfis og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa umsögn Skipulagsstofnunar til skipulagsráðgjafa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Fjarðarheiðarganga á grundvelli skipulagslýsingarinnar og tekið verði tillit til innkominna athugasemda og umsagna. Varðandi gerð tillögu og val á leiðum verði horft til niðurstöðu úr umhverfismati og vinnslutillagan verði unnin samhliða umhverfismatinu í samráði við nefndina og bæjarstjórn, og kynnt íbúum í opnu samráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu