Umhverfis- og framkvæmdanefnd

132. fundur 13. maí 2020 kl. 17:00 - 18:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar eftir leyfi til að bæta við tveim málum: Breyting á lóðum Miðás 26 og 47, sameining. og Deiliskipulag Grundar á efri Jökuldal. og verða þessi mál nr. 22 og 23 á dagskrá fundar.

Freyr Ævarsson sat fundinn undir liðum 1 - 4.

Fundi var frestað að venjulegum fundartíma loknum til 14. maí frá 17:00 - 18:30.

1.Fellagirðing - tillaga vinnuhóps

Málsnúmer 202005044

Tillaga að fyrirkomulagi vegna kostnaðarskiptingar á viðhaldi Fellagirðingar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki kostnaðarskiptingu á viðhaldi Fellagirðingar árið 2020. Lagt er til að kostnaður verði tekinn af áætlun um Fjallskil( 13 - 21).

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

2.Ósk um girðingu í landi Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202005027

Óskað er eftir að Fljótsdalshérað girði (eða taki þátt í að girða) á milli s.k. Eiðagirðingar og túngirðinga í Steinholti, en landið sem fyrirhuguð girðing verður á er í eigu Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að verkefndstjóri umhverfismála gangi til samninga við ábúendur Steinholts um kostnaðarskipti í samræmi við umræður fundarins. Kostnaður verði tekin af (13 - 21).

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

3.Hjólabraut

Málsnúmer 202004193

Rafael Rökkvi hitti formann umhverfis- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra umhverfismála í Samfélagssmiðjunni í vetur og ræddi þá hugmynd sína að gerð verði hjólabraut á svæði sem afmarkast af lóðum í Ranavaði, Eyvindará og hreinsivirki HEF.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur útfærð hugmynd að hjólabraut á umræddu svæði.

Umhverfis og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að heimilt verði að leggja braut tímabundið til eins árs. Lagt er til að verkefni verði útfært með aðstoð frá vinnuskóla og leitast skal við að endurnýta efni í verkefnið. Komi til framkvæmda af hálfu sveitarfélags eða stofnana þess skal braut víkja á meðan á framkvæmdum stendur.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

4.Hundasvæði á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202005017

Erindi frá Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að komið verði upp hundasvæði á Fljótsdalshéraði.

Máli frestað.

5.Breyting á aðalskipulagi vegna Fjarðarheiðagangna.

Málsnúmer 202004198

Fyrir liggur að breyta þurfi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna breytingar á legu Fjarðarheiðargangna.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnslu við breytingu á aðalskipulagi og í því ferli verði bornir saman þrír kostir í vegalagningu, sem í vinnu starfshópsins hafa verið nefndir Fagradalsbrautarleið, suðurleið og norðurleið. Gögn úr umhverfismatinu, sem og umferðarmati sem Vegagerðin mun einnig láta fara fram, verði nýtt til að taka endanlega afstöðu til legu vegarins í aðalskipulagsferlinu.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

6.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Kynning á niðurstöðum starfshóps um miðbæjarskipulag.

Kynning á minnisblaði frá starfshóp um miðbæjarskipulag.

Lagt fram til kynningar.

7.Ferjukíll - lóðir

Málsnúmer 201902035

Fyrir liggur ósk um niðurfellingu á lóðum við Ferjukíl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir hvað felst í því að fella út lóðir, farið var yfir þrjá möguleika í stöðunni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar að nefnd hefur ekki heimild til lækkunar eða niðurfellingar á fasteignagjöldum og leggur því til að fundað verið með málsaðilum um máli fyrir næsta fund.

Í vinnslu.

8.Vindorka á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202004195

Farið yfir aðferðafræði við skilgreiningu á vali á stöðum fyrir staðsetningu á vindmyllum í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi leiti eftir upplýsingum frá fleiri aðilum sem bjóða upp á sambærilega þjónustu.

Samþykkt með nafnakalli.

9.Nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201811050

Athugasemdir skipulagsstofnunar við breytingu á deiliskipualagi fyrir Tunguás. það er niðurstaða skipulagsstofnunar að tillaga falli ekki undir skilgreiningu um óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aukning á byggingarmagni geti ekki talist óverulag.

Aðalsteinn Ásmundsson vék af fundi undir þessum lið.

Frestað.

10.Staðfestur lóðauppdráttur af lóðum Hitaveitu Egilsstað og Fella

Málsnúmer 201906157

Tillaga að breytingu á lóðauppdrætti lóðar Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá breytingu á lóðastærð í samræmi við framlögð gögn.


Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

11.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

Málsnúmer 201904139

Farið yfir starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar þar sem lagðar eru til nokkrar breytingar á áætlun.

Formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmanefndar 2020 - 2021.

Mál í vinnslu.

12.Leiksvæði bak við blokkirnar í Hamragerði 3,5 og 7

Málsnúmer 202004144

Erindi frá Betra Fljótsdalshérað þar sem óskað er eftir gerð leiksvæðis við Hamragerði 3, 5 og 7.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið. Þar sem nú þegar er komið leiksvæði við Bláargerði og áform eru um sparkvöll við fjölbýlishús í Hamragerði telur nefndin að ekki sé þörf á öðrum leikvelli innan hverfis að svo stöddu. Umhverfis- og framkvæmdarnefnd bendir íbúúm á að þeim er frjálst að koma upp leiktækjum innan lóða fjölbýlishúsanna í samráði við viðkomandi húsfélög.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

13.Umsókn um námuleyfi, Tjarnarlandi

Málsnúmer 201910064

Umsókn frá landeigendum Tjarnarlands og Stóra- Steinsvaði um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili efnistöku og feli skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

14.Fyrirspurn um skipulag Fjósakambi 4

Málsnúmer 202002026

Grenndarkynning fyrir bílskúr að Fjósakambi 4 hefur farið fram og er án athugasemda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki grenndarkynningu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

15.Brávellir 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202003073

Grenndarkynning fyrir bílskúr og viðbyggingu að Brávöllum 3 hefur farið fram og er án athugasemda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki grenndarkynningu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

Samþykkt samhljóð með nafnakalli.

16.Eyvindará II deiliskipulag

Málsnúmer 201601236

Breytingartillaga að deiliskipulagi fyrir Eyvindaá II deiliskipulagið.

Deiliskipulagið hefur verið í vinnslu um langan tíma og tafist vegna ýmissa ástæðna og er fyrri málsmeðferð fallin úr gildi. Vegna þess leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst að nýju í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

17.Brennistaðir 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202003133

Grenndarkynning fyrir hús að Brennistöðum 1 hefur farið fram og er án athugasemda.

Grenndarkynning fyrir hús að Brennistöðum 1 hefur farið fram og er án athugasemda.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki grenndarkynningu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

18.Leyningur - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202002134

Grenndarkynning fyrir byggingu að Leyningi hefur farið fram og er án athugasemda.

Máli frestað.

19.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Stóra- Steinsvaði,

Málsnúmer 201907008

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur borist svar frá Stofnun Árna Magnússonar vegna umsóknar um stofnun landeigna úr Stóra- Steinsvaði og lagt til að fái heitið Uglumói.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að umsókn verði samþykkt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna landeign og jafnframt leggur hún til að bæjarstjórn gefi jákvæða umsögn um landskipti.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

20.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020

Málsnúmer 202002112

Fundargerð 155. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020 lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

21.Ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Austurlands

Málsnúmer 202004187

Ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2019 lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

22.Breyting á lóðum Miðás 26 og 47, sameining.

Málsnúmer 201909103

Fyrirspurn frá lóðarhöfum Miðás 26 - 47 þar sem spurt er hvort hægt sé að sameina lóðirnar Miðás 26 og 47.

Umhverfis- og framkvæmanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili að gerð verði breyting á deiliskipulagi og lóðir verði sameinaðar. Lagt er til að mál fái málmeðferð í samræmi við 3. mgr. 43. gr Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

23.Deiliskipulag Grundar á efri Jökuldal.

Málsnúmer 201810120

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur fengið erindi frá Skipulagsstofnun þar sem farið er yfir þau gögn sem borist hafa vegna skipulags Grundar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á tillögu eftir auglýsingu, ekki er talið að um grunndavallarbreytingar sé að ræða.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur því til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingar eins og kemur fram í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóð með nafnakalli.
Fundi var frestað að venjulegum fundartíma loknum til 14. maí frá 17:00 - 18:30.

Fundi slitið - kl. 18:30.