Ósk um stofnun landeignar úr landi Stóra- Steinsvaðs.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að leitað verði eftir áliti stofnunar Árna Magnússonar varðandi nafngift í samræmi við 6. gr. reglugerð nr. 577/2017
Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur svar Stofnunar Árna Magnússonar um nafn á landeign sem áform eru að stofna úr landi Stóra- Steinsvaðs þar sem fram kemur að Stofnunin geti ekki mælt með nafninu Eskimói eða Eski-Mói.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með Árnastofnun og felur starfsmanni að hafa samband við landeigendur vegna málsins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur borist svar frá Stofnun Árna Magnússonar vegna umsóknar um stofnun landeigna úr Stóra- Steinsvaði og lagt til að fái heitið Uglumói.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að umsókn verði samþykkt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna landeign og jafnframt leggur hún til að bæjarstjórn gefi jákvæða umsögn um landskipti.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að leitað verði eftir áliti stofnunar Árna Magnússonar varðandi nafngift í samræmi við 6. gr. reglugerð nr. 577/2017
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.