Fyrirspurn frá lóðarhöfum Miðás 26 - 47 þar sem spurt er hvort hægt sé að sameina lóðirnar Miðás 26 og 47.
Umhverfis- og framkvæmanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili að gerð verði breyting á deiliskipulagi og lóðir verði sameinaðar. Lagt er til að mál fái málmeðferð í samræmi við 3. mgr. 43. gr Skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni Miðás 47 til Atla Vilhelms Hjartarsonar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að krafa er gerð til nýtingarhlutfalls á bilinu 0,1 til 0,6 miðað við gildandi deiliskipulag.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.