Umhverfis- og framkvæmdanefnd

119. fundur 25. september 2019 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Valgeir Sveinn Eyþórsson varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveimur málum, nr. 18 og 19.
Mál nr.18, 201909002 undirbúningur vegna ályktana á haustþingi SSA 119.
Mál nr. 19, Umsókn um stækkun lóðar Tjarnarás 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Egilsstaðir I, landskipti og stofnun lóðar.

Málsnúmer 201909077

Ósk um umsögn vegna landskipta Egilsstaða 1. í samræmi við 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um landskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um stækkun lóðar Tjarnarás 2

Málsnúmer 201908159

Erindi frá svæðisstjóra Eimskips með ósk um stækkun lóðar á athafnasvæði fyrirtækisins að Tjarnarás 2.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun á lóð við Tjarnaás 2 í samræmi við tillögu í erindi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Undirbúningur vegna ályktana á haustþingi SSA 2019

Málsnúmer 201909002

Bæjarráð samþykkir að vísa því til fastanefnda sveitarfélagsins að fara yfir ályktanir SSA frá aðalfundi 2018 og koma með tillögur og ábendingar til umræðu á komandi haustþingi SSA. Bæjarráð óskar eftir því að slíkar ábendingar og tillögur liggi fyrir eigi síðar en 27. september. Bæjarráð mun í framhaldi taka þær saman og koma á framfæri við stjórn SSA.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að koma þeim tillögum sem unnar voru á fundinum til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags

Málsnúmer 201909106

Fyrirspurn um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá svari til Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Þrándarstöðum 7.

Málsnúmer 201908197

Ósk um smávægilega færslu á byggingarreit innan lóðar til suðurs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili breytingu og að breyting fái málsmeðferð í samræmi við 43. gr skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umferðaröryggisáætlanir - hvað hefur áunnist?

Málsnúmer 201908186

VSÓ Ráðgjöf er að vinna að rannsóknarverkefni, sem styrkt er af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar um umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaganna.

Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvað hefur áunnist með gerð umferðaröryggisáætlunum í sveitarfélögum. Okkur finnst mikilvægt að fá álit starfsmanna og/eða kjörinna fulltrúa sveitarfélaga sem hafa gefið út umferðaröryggisáætlanir.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar á Sauðhaga 1/ lóð 2, úr frístundahúsi í íbúðarhús.

Málsnúmer 201909104

Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar á Sauðhaga 1/ lóð 2, úr frístundahúsi í íbúðarhús.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að breyta notkun og felur skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu máls.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um lóðina Miðás 47.

Málsnúmer 201909103

Umsókn um lóðina Miðás 47 frá Atla Vilhelm Hjartarsyni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni Miðás 47 til Atla Vilhelms Hjartarsonar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að krafa er gerð til nýtingarhlutfalls á bilinu 0,1 til 0,6 miðað við gildandi deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ósk um umsögn vegna breytingar á matskyldu mannvirki, Vopnafjarðarlína 1.

Málsnúmer 201909102

Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytingar á matskyldu mannvirki, Vopnafjarðarlínu 1. Leitað er eftir álits Fljótsdalshéraðs á hvort fyrirhuguð breyting sé í samræmi við aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Í kafla 8.1.3 í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 segir
"Til þess að greiða fyrir lagningu grunnkerfa og aðgengi að þeim, skal litið svo á að ekki sé um breytingu á aðalskipulagi að ræða ef veita er lögð í jörð þar sem annað grunnkerfi er fyrir á yfirborði eða neðanjarðar, t.d. vegur eða lagnir annarrar veitu."

Það er álit umhverfis- og framkvæmdanefndar að ekki þurfi að koma til breytingar á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýli að Öngulsá eystri.

Málsnúmer 201908187

Beiðni um umsögn vegna umsóknar á lögbýli að Öngulsá eystri.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis.

Aðalsteinn vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fundur með Hollvinasamtökum Hjaltalundar.

Málsnúmer 201907050

Bæjarráð óskar eftir því að Umhverfis- og framkvæmdanefnd taki samtal við forsvarsmenn Hollvinasamtaka um þá möguleika sem liggja fyrir varðandi endurbætur á Hjaltalundi og framtíðarnýtingu hússins tengda Út-Héraðsverkefninu.

Á fundinn mættu Guðmundur Karl Sigurðsson, Stefán Bogi Sveinsson og Linda Björk Steingrímsdóttir frá Hollvinasamtökunum ásamt því að Líneik Anna Sævarsdóttir var í síma og fóru yfir málefni Hjaltalundar.

Í vinnslu.

12.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Koltröð 1.

Málsnúmer 1909060

Erindi frá Hjördísi Ólafsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu / sólskála við Koltröð 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún láti grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Göngustígur frá Ártröð að Dalskógum.

Málsnúmer 201909058

Erindi frá Betra Fljótsdalshérað þar sem óskað er eftir að göngustígur frá Ártröð að Dalskógum verði bættur.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið, nefndin leggur til að greinar út á stíginn verði klipptar og trjákurl borið í hann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Laga brekku við Laufás.

Málsnúmer 201909059

Erindi frá Betra Fljótsdalshérað þar sem óskað er eftir að gatan Laufás verði löguð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið og vísar því til fjárhags- og framkvæmdaáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

15.Umsókn um ljósastaur við heimkeyrslu Versalir 10.

Málsnúmer 201909047

Umsókn um ljósastaur við heimkeyrslu Versalir 10.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindi og vísar til þess að Fljótsdalshérað kemur aðeins að uppbyggingu ljósastaura á lögbýlum í samræmi við samþykkt um viðhald og uppsetningu ljósbúnaðar í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Gangnaboð og gangnaseðlar 2019.

Málsnúmer 201908079

Lagðir eru fram gangnaseðlar Jökuldals norðan ár, Jökuldals austan ár og Tungu, Jökulsárhlíðar, Fella, Skriðdals, Valla, Eiðaþinghár og Hjaltastaðaþinghár.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagaða gangnaseðla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

17.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Geitdalsvegar nr. 9350-01 af vegaskrá.

Málsnúmer 201909065

Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Geitdalsvegar nr. 9350-01 af vegaskrá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd mótmælir niðurfellingu vegarins af vegaskrá með vísan til þess að áform eru um uppbyggingu atvinnutekstrar.

Ef af uppbyggingu verður, mun vegur uppfylla skilyrði 2. mgr. 8.gr. vegalaga nr. 80/2007 um héraðsvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Fundargerð 151. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Málsnúmer 201909045

Fundargerð 151. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

19.Fjárhagsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020.

Málsnúmer 201908059

Kynning á framkvæmdaáætlun vegna fimleikahúss 2020 - 2021.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti minnisblað frá yfimanni eignasjóðs varðandi hvaða framkvæmdir eru framundan í íþróttahúsinu eftir að Höttur hefur afhent fimleikahúsið til Fljótsdalshéraðs.

Fundi slitið - kl. 20:00.