Umsókn um ljósastaur við heimkeyrslu Versalir 10.

Málsnúmer 201909047

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 119. fundur - 25.09.2019

Umsókn um ljósastaur við heimkeyrslu Versalir 10.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindi og vísar til þess að Fljótsdalshérað kemur aðeins að uppbyggingu ljósastaura á lögbýlum í samræmi við samþykkt um viðhald og uppsetningu ljósbúnaðar í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 121. fundur - 23.10.2019

Umsókn um ljósastaur við heimkeyrslu við Versali 1. Umsækjandi gerir athugasemd við höfnun erindis frá fundi nr. 120.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að Versalir, Miðsalir og Hásalir er partur af deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Uppsala, deiliskipulag er frá 2016. Í deiliskipulagi kemur ekki fram hvort áform eru um götulýsingu. Ef að áform eru um uppsetningu götulýsingar telur umhverfis- og framkvæmdanefnd að það sé á forræði landeiganda sem og önnur uppbygging á svæði sem kemur fram í deiliskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd stendur því við fyrri afgreiðslu málsins og hafnar erindi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.