Umhverfis- og framkvæmdanefnd

121. fundur 23. október 2019 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveimur málum. Fundargerð 152 fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands og Eldvarnarskoðun Brúarásskóla og verða þau nr. 17 og 18.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Umsókn um námuleyfi, Stóra- Steinsvaði.

Málsnúmer 201910064

Umsókn um námuleyfi í landi Stóra-Steinsvaðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að til að hægt sé að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku þarf að breyta aðalskipulagi fyrir fyrirhugað námusvæði, á þeim forsendum hafnar Umhverfis- og framkvæmdanefnd umsókn um námuleyfi við Stóra- Steinsvað. Vakin er athygli á að endurskoðun aðalskipulags er áformuð á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



2.Eldvarnarskoðun, Brúarásskóla

Málsnúmer 201910065

Tillaga frá Vodafone að nýrri staðsetningu töfluskápa við Brúarásskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir nýja staðsetningu töfluskápa að gefinni jákvæðri umsögn frá Brunavörnum á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð 152. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201910131

Fundargerð 152. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

4.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016.

Málsnúmer 201401135

Farið yfir stöðu á vinnu við breytingu á deiliskipulagi miðbæjar að lokinni kynningu.

í vinnslu.

5.Umsókn um ljósastaur við heimkeyrslu Versalir 10.

Málsnúmer 201909047

Umsókn um ljósastaur við heimkeyrslu við Versali 1. Umsækjandi gerir athugasemd við höfnun erindis frá fundi nr. 120.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að Versalir, Miðsalir og Hásalir er partur af deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Uppsala, deiliskipulag er frá 2016. Í deiliskipulagi kemur ekki fram hvort áform eru um götulýsingu. Ef að áform eru um uppsetningu götulýsingar telur umhverfis- og framkvæmdanefnd að það sé á forræði landeiganda sem og önnur uppbygging á svæði sem kemur fram í deiliskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd stendur því við fyrri afgreiðslu málsins og hafnar erindi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Geitdalsvegur nr. 9350-01 af vegaskrá.

Málsnúmer 201909065

Vegagerðin hefur tilkynnt fyrirhugaða niðurfellingu Geitdalsvegar af vegaskrá vegna breyttra búsetu og er Fljótsdalshéraði gefinn kostur að koma á framfæri athugasemdum við áformin.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar vegagerðinni fyrir skýr svör.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um lóð, Klettasel 2 - 4.

Málsnúmer 201905059

Innköllun á leyfi vegna lóðar við Klettasel 2 - 4.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að innkalla lóð við Klettasel 2 - 4 og felur byggingarfulltrúa að ganga frá máli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um lóð, Bláargerði 47 - 49.

Málsnúmer 201905061

Innköllun á leyfi vegna Bláargerði 47 - 49.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að innkalla lóð við Bláargerði 47 - 49 og felur byggingarfulltrúa að ganga frá máli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð - Dalsel 1-5.

Málsnúmer 201903066

Tilkyning frá Hoffell um skil á lóðinni Dalsel 1-3-5.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að ganga frá málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Verksamningur vegna endurbóta innahúss á Heimatúni 1.

Málsnúmer 201903087

Uppreiknuð kostnaðaráætlun fyrir þriðja áfanga Heimatúns.

Uppreiknuð kostnaðaráætlun fyrir þriðja áfanga Heimatúns kynnt.

11.Umsókn um byggingarlóð.

Málsnúmer 201904223

Umsókn um úthlutun lóðar nr. 3 Faxagerði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta Carolu Björk Tschekorsky Orloff lóð nr. 3 við Faxagerði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir við Iðjusel 3.

Málsnúmer 201910124

Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir við Iðjusel 3, vegna viðgerðar á brú.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að veita Vegagerðinni stöðuleyfi fyrir vinnubúðum við Iðjusel 3, vegna vinnu við viðgerð á brú yfir Lagarfljót.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Beygja neðst í Selbrekku.

Málsnúmer 201910111

Beygja neðst í Selbrekku. Ábending frá íbúa vegna hversu hættuleg beygjan er vegna halla. Oft hafa skapast hættulegar aðstæður í beygjunni sem aukast til muna yfir vetrartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna og tekur undir að aðstæður í beygjum sem þessum geta verið varasamar yfir vetrartíman. Þess vegna eru brekkur í forgangi þegar kemur að vetraþjónustu innanbæjar. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á legu beygjunar í Selbrekku að svo komnu máli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Aðalskoðun leiksvæða 2019.

Málsnúmer 201907042

Aðalskoðun leiksvæða 2019.

Lagt fram til kynningar.

15.Starfsleyfidrög HAUST í auglýsingu, fyrir aðveitustöðvar Landsnets hf.

Málsnúmer 201910117

Starfsleyfidrög HAUST í auglýsingu, fyrir aðveitustöðvar Landsnets hf.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við starfsleyfisdrögin sem eru til umsagnar vegna aðveitustöðva Landsnets hf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Refa- og minkaskýrsla 2018/2019.

Málsnúmer 201910096

Fyrir liggur skýrsla með veiðitölum vegna refa- og minkaveiða á Fljótsdalshéraði veiðiárið 2018-2019.

Lagt fram til kynningar.

17.Tjarnarland urðunarstaður - 2019.

Málsnúmer 201901163

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að umhverfismarkmiðum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands. Samkvæmt starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi áttu umhverfismarkmið að liggja fyrir eigi síðar en 1. október 2015 og þau á að endurskoða á fjögurra ára fresti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð umhverfismarkmið fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Fjárhagsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020.

Málsnúmer 201908059

Fjárhagsáætlun- Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020. Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Vakin er athygli á að gert er ráð fyrir 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs sat fundinn undir lið 1, 2 og 6.
Freyr Ævarsson Verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir lið 1, 2 og 4.

Fundi slitið - kl. 20:00.