Beygja neðst í Selbrekku.

Málsnúmer 201910111

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 121. fundur - 23.10.2019

Beygja neðst í Selbrekku. Ábending frá íbúa vegna hversu hættuleg beygjan er vegna halla. Oft hafa skapast hættulegar aðstæður í beygjunni sem aukast til muna yfir vetrartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna og tekur undir að aðstæður í beygjum sem þessum geta verið varasamar yfir vetrartíman. Þess vegna eru brekkur í forgangi þegar kemur að vetraþjónustu innanbæjar. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á legu beygjunar í Selbrekku að svo komnu máli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.