Umsókn um námuleyfi, Stóra- Steinsvaði.

Málsnúmer 201910064

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 121. fundur - 23.10.2019

Umsókn um námuleyfi í landi Stóra-Steinsvaðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að til að hægt sé að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku þarf að breyta aðalskipulagi fyrir fyrirhugað námusvæði, á þeim forsendum hafnar Umhverfis- og framkvæmdanefnd umsókn um námuleyfi við Stóra- Steinsvað. Vakin er athygli á að endurskoðun aðalskipulags er áformuð á næsta ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132. fundur - 13.05.2020

Umsókn frá landeigendum Tjarnarlands og Stóra- Steinsvaði um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili efnistöku og feli skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.