Tjarnarland urðunarstaður - 2019.

Málsnúmer 201901163

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 121. fundur - 23.10.2019

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að umhverfismarkmiðum vegna sorpurðunar í landi Tjarnarlands. Samkvæmt starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi áttu umhverfismarkmið að liggja fyrir eigi síðar en 1. október 2015 og þau á að endurskoða á fjögurra ára fresti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð umhverfismarkmið fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 126. fundur - 12.02.2020

Fyrir liggur erindi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands þar sem bent er á að sveitarfélagið óski þess að HAUST taki þátt í sýnatöku frá urðunarstað sveitarfélagsins. Óskist upplýsingar þar að lútandi sendar fyrir 1. mars.

Umverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Heilbrigðiseftirlit Austurlands annist áfram sýnatöku á urðunarstað fyrir Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handaupprétting.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 126. fundur - 12.02.2020

Fyrir liggja tvö bréf frá Umhverfisstofnun, annars vegar bréf dags. 18. desember 2019 þar sem tilgreint er frávik frá starfsleyfi urðunarstaðarins á Tjarnarlandi og gefinn frestur til 8. janúar til að skila tímasettri áætlun um úrbætur. Hins vegar bréf þar sem tíunduð eru áform um áminningu þar sem ekki var brugðist við fyrra bréfinu og gefinn frestur til 6. febrúar til að skila inn tímasettri áætlun um úrbætur.

Lagt fram til kynningar.