Umhverfis- og framkvæmdanefnd

126. fundur 12. febrúar 2020 kl. 17:00 - 20:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir lið 1 til 5.

1.Endurskoðun Stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202002025

Kynning á áformum um endurskoðun Stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Á fundinn komu Agnes Brá Birgisdóttir og Eyrún Arnardóttir og kynntu áform um endurskoðun Stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs.



2.Tjarnarland urðunarstaður - 2019, eftirlit

Málsnúmer 201901163

Fyrir liggur erindi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands þar sem bent er á að sveitarfélagið óski þess að HAUST taki þátt í sýnatöku frá urðunarstað sveitarfélagsins. Óskist upplýsingar þar að lútandi sendar fyrir 1. mars.

Umverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Heilbrigðiseftirlit Austurlands annist áfram sýnatöku á urðunarstað fyrir Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handaupprétting.

3.Tjarnarland urðunarstaður - 2019, úrbótaáætlun

Málsnúmer 201901163

Fyrir liggja tvö bréf frá Umhverfisstofnun, annars vegar bréf dags. 18. desember 2019 þar sem tilgreint er frávik frá starfsleyfi urðunarstaðarins á Tjarnarlandi og gefinn frestur til 8. janúar til að skila tímasettri áætlun um úrbætur. Hins vegar bréf þar sem tíunduð eru áform um áminningu þar sem ekki var brugðist við fyrra bréfinu og gefinn frestur til 6. febrúar til að skila inn tímasettri áætlun um úrbætur.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2020

Málsnúmer 202001062

Stjórnarfundur Náttúrustofu Austurlands 2020 var haldinn þann 10. janúar sl. Fundargerð lögð fram.

Lögð er fram til kynningar.

5.Sláttur á opnum svæðum 2020

Málsnúmer 202001143

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um fyrirkomulag sláttar á opnum svæðum sumarið 2020.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að verkefnastjóri umhverfismála auglýsi eftir verðum í slátt á opnum svæðum á Fljótsdalshéraði sumarið 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

Málsnúmer 201806085

Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal. Farið yfir umsögn landbúnaðarráðanauts.

Tillaga var áður tekinn fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 22.1. 2020, tillaga er tekinn aftur fyrir vegna smávægilegrar breytingar á landnotkun á opnum svæðum austan Jökulsár.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir svör við athugasemdum. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillaga aðalskipulags og svör við athugasemdum verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Atvinnuvega- og nýsköpunarráðaneytis um breytta landnotkun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að málmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulag Grundar á efri Jökuldal.

Málsnúmer 201810120

Deiliskipulag Grundar á Efri Jökuldal. Skipulags- og byggignarfulltrúa kynnir tillögu að svörum við innsendum athugasemdum.

Skipulagsfulltrúi fór yfir svör við athugasemdum og þær breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagstillögu að lokinni auglýsingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að skipulagsráðgjafi bregðist við athugasemdum sem koma fram í minnisblaði starfsmanns varðandi málið. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að boða til aukafundar um leið og ný gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

8.Umsókn um lagnaleið

Málsnúmer 201910174

Umsókn um lagnaleið ljósleiðara sem tengist stofnlögn gangaveitu HEF.

Farið yfir reglur um lagnir í jörð.

Mál í vinnslu.

9.Fyrirspurn um skipulag Fjósakambi 4

Málsnúmer 202002026

Erindi frá íbúum Fjósakembi 4 um byggingu bílskúrs á lóð þeirrra.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um byggingarleyfi viðbygging Dalskógar 14 (Tilkynningaskylt)

Málsnúmer 202002001

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Dalskóga 14.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindið fái afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Bæjarstjórnarbekkurinn desember 2019

Málsnúmer 201912075

Bæjarstjórnarbekkurinn desember 2019.

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdarnefnd liggja erindi frá bæjarbúum Fljótsdalshéraðs.

Frestað.

12.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087

Farið yfir minnisblað og fundargerðir byggingarnefndar Hádegishöfða varðandi nýjan leikskóla.

Lagt fram til kynningar.

13.Staðfestur lóðauppdráttur af lóðum Hitaveitu Egilsstað og Fella

Málsnúmer 201906157

Lögð er fram tillaga að breytingu lóðarblaði við kyndistöð og aðstöðuhús í eigu HEF úr landi Ekkjufellssels.

Umhverfis og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá skráningu í fasteingaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

Málsnúmer 201904139

Fyrir fundinum liggur starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2020.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir starfsáætlun 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Vífilsstaðir, landskipti og stofnun lóða

Málsnúmer 202001137

Erindi frá landeigendum Vífilstaða þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti og staðfestingu á lóðauppdrætti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarsjtórn að hún veiti jákvæða umsögn um landskipti. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá stofnun nýrra landnúmera ásamt staðfestingu á lóðauppdrætti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Aðalsteinn Ásmundsson vék af fundi undir þessum lið.

16.Fundargerð 153. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201912109

Fyrir fundinum liggur fundargerð 153. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Lagt fram til kynningar.

17.Ný umferðarlög

Málsnúmer 201912108

Nú um áramótin tóku gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl. Ýmsar breytingar fylgja þessum nýju lögum sem mikilvægt er að almenningur hafi góða yfirsýn yfir enda varða umferðarlög alla vegfarendur á Íslandi.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:30.