Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram og kynnti þau erindi sem fram komu á bæjarstjórnarbekknum þann 14. desember sl.
Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindum til starfsfólks og nefnda sveitarfélagsins, Hitaveitu Egilsstaða og Fella og undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaga, eftir því sem við á.
Fyrir liggja þau erindi sem fram komu á bæjarstjórnarbekknum 14. des sl. og vísað var til bæjarráðs.
Erindi varðandi fjarskiptasamband í dreifbýli. Bæjarráð óskar eftir að kannað verði hvort hægt væri að gera úttekt á farsímasambandi í dreifbýli sveitarfélagsins með mælingum óháðra aðila. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu.
Öldungaráð. Forsenda þess að skipa í öldungaráð er að slíkt ráð hafi verið fellt undir samþykktir sveitarfélagsins. Öllum breytingum á samþykktum sveitarfélagsins hefur verið vísað til gerðar samþykktar fyrir nýtt sveitarfélag og í ljósi þess mun öldungaráð ekki verða skipað fyrr en nýtt sveitarfélag verður formlega til. Bæjarráð samþykkir að boða til fundar með stjórn félags eldri borgara sem fyrst til að fara yfir málið og önnur hagsmunamál eldriborgara í sveitarfélaginu.
Samgöngubætur. Bæjarráð þakkar þær ábendingar sem fram koma í erindinu og mun hafa þær til hliðsjónar í samskiptum við Vegagerðina og önnur stjórnvöld.
Þjónusta við eldri borgara. Bæjarráð þakkar erindið og málið verður tekið upp á áður nefndum fundi með stjórn eldri borgara.
Iðavellir tengibygging. Bæjarráð óskar eftir að fá þær teikningar sem til eru að fyrirhugaðri tengibyggingu, ásamt kostnaðaráætlunum sem hafa verið gerðar vegna hennar.
Samskipti við Landsnet. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir upplýsingum frá Landsneti varðandi línulagnir í jörð í sveitarfélaginu.
Sorphirða og samgönguþjónusta. Bæjarstjóri hefur verið að vinna í málum sorphirðu og mun taka saman frekari upplýsingar ásamt verkefnastjóra umhverfismála og leggja fyrir bæjarráð. Brugðist var við ábendingum varðandi að tilkynna um snjómoksturdaga í dreifbýli yfir hátíðarnar.
Íbúðir fyrir eldri hópinn á Eiðum og farfundir kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra. Bæjarráð telur ekki að svo stöddu forsendur fyrir kaupum sveitarfélagsins á húsnæði fyrrum Alþýðuskólans á Eiðum. Bæjarráð samþykkir að taka fyrir á næsta bæjarráðsfundi tillögu um fundi í dreifbýlinu.
Ýmis mál. Lækkun fasteignagjalda samfara sameiningu sveitarfélaganna. Ákvörðun um álagninu fasteignagjalda verður tekin af nýrri sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri greindi frá þeim viðbrögðum sem hann hefur fengið við þeim málum sem honum var falið að kanna, í framhaldi af erindum sem bárust á bæjarstjórnarbekknum 14. des. sl. Málin að öðru leyti í vinnslu.
Björn kynnti upplýsingar sem hann hefur aflað í tengslum við erindi sem bárust á bæjarstjórnarbekkinn. Varðandi mælingu á farsímasambandi í dreifbýli liggur fyrir tilboð á mælingum í Jökulsárhlíð og á Jökuldal. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga um 1. áfanga mælinga á farsímasambandi í dreifbýli í samræmi við fyrirliggjandi tilboð. Jafnframt er bæjarstjóra falið að afla tilboða í mælingar á öðrum svæðum dreifbýlisins með það í huga að þær mælingar verði framkvæmdar í framhaldinu.
Varðandi byggingu tengibyggingar milli Iðavalla og reiðhallarinnar ofan á þann sökkul sem til staðar er og samkvæmt fyrir liggjandi teikningum, er bæjarstjóra falið að leita eftir kostnaðarmati á þeirri framkvæmd.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti svar frá Landsneti varðandi fyrirspurn um útskipti á loftlínum fyrir jarðstrengi á Héraði, sem barst á bæjarstjórnarbekknum. Bæjarstjóra falið að koma þeim upplýsingum á framfæri við fyrirspyrjenda.
Farið yfir kostnaðaráætlun sem gerð hefur verið vegna fyrirhugaðrar tengibyggingar milli félagsheimilisins Iðavalla og reiðhallarinnar, sem áform voru um að byggja á sínum tíma og kominn er sökkull að. Bæjarráð samþykkir að vísa gögnunum til umhverfis- og framkvæmdanefndar til kynningar. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að málið verði tekið upp við gerð langtíma fjárfestingaáætlana.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur fyrir erindi af bæjarstjórnarbekknum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir erindi sem bárust á bæjarstjórnabekknum 14. desember sl. og felur starfsmanni að svara erindunum eins og fram kom á fundinum.
Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindum til starfsfólks og nefnda sveitarfélagsins, Hitaveitu Egilsstaða og Fella og undirbúningsstjórnar vegna sameiningar sveitarfélaga, eftir því sem við á.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.