Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

500. fundur 10. febrúar 2020 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson bæjarstjóri fóru yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
M.a. rætt um verkefnið Skapandi sumarstörf, fyrirkomulag þess og fjármögnun og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram ásamt viðkomandi starfsfólki.

2.Stjórn Sambands íslenskra sveitafélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002016

Lagt fram til kynningar.

3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017

Björn upplýsti um undirbúning nefndarinnar fyrir mögulegri komu Kórona vírusins til landsins.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

4.Vatnsgjald

Málsnúmer 201911065

Lagt fram til kynningar.

5.Skógarlönd 3C, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi.

Málsnúmer 201411159

Bæjarstjóri kynnti málið sem nú er lokið og er niðurstaðan sveitarfélaginu í hag.

6.Safnahúsið

Málsnúmer 202002021

Fram kom beiðni frá forstöðumönnum safnahússins um að bæjarráð komi á fund í safnahúsinu til að fara yfir málefni safnanna, húsnæðismál og fleira.
Bæjarráð leggur til að fundur verði haldinn í kjölfar næsta bæjarráðsfundar.

7.Bæjarstjórnarbekkurinn desember 2019

Málsnúmer 201912075

Farið yfir kostnaðaráætlun sem gerð hefur verið vegna fyrirhugaðrar tengibyggingar milli félagsheimilisins Iðavalla og reiðhallarinnar, sem áform voru um að byggja á sínum tíma og kominn er sökkull að.
Bæjarráð samþykkir að vísa gögnunum til umhverfis- og framkvæmdanefndar til kynningar. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að málið verði tekið upp við gerð langtíma fjárfestingaáætlana.

8.Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi - kynning

Málsnúmer 202002033

Farið yfir drög að stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi, skv. tilmælum þar um.
Bæjarráð fagnar því sérstaklega að lögreglan skuli setja sér slíka stefnu og telur framsetningu hennar til sóma.
Rætt um einstök atriði innan stefnunnar og bæjarstjóra falið að koma á framfæri ábendingum um mögulegar orðalagsbreytingar.

Fundi slitið - kl. 09:30.