Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

497. fundur 20. janúar 2020 kl. 08:15 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Gunnar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Fulltrúar HSA komu til fundar með bæjarráði undir lið 2.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynntu nokkur mál úr rekstri sveitarfélagsins. M.a. upplýsti Björn um væntanlegan fund með Fjarskiptasjóði og sagði frá niðurstöðu persónuverndarfulltrúa varðandi heimild til nýtingar upplýsinga úr skattskrá vegna útreiknings á afslætti til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig var farið yfir hækkanir á fasteignamati hjá sveitarfélögum vítt um land.
Kári Ólason verkstjóri þjónustumiðstöðvarinnar mætti á fundinn og fór yfir kostnað við snjómokstur á síðasta ári, en mikill kostnaður féll til á síðustu vikum ársins 2019 og útlit fyrir að kostnaður hafi orðið verulega meiri en áætlað var.
Í framhaldinu var farið yfir verklag við snjómokstur og hálkuvarnir í sveitarfélaginu, en mikil hálka hefur verið á vegum síðustu vikurnar.
Sömuleiðis var farið yfir skólaakstur og snjómokstur og hálkuvarnir í tengslum við hann og útbúnað skólabílanna.
Að lokinni góðri yfirferð var Kára þökkuð koman.

2.Samstarf um heilsueflingu

Málsnúmer 201912050Vakta málsnúmer

Til fundar mættu fulltrúar frá HSA þeir Pétur Heimisson framkvæmdastjóri lækninga og Guðjón Hauksson forstjóri til að fara yfir samstarf sveitarfélagsins og HSA um heilsueflingu.
Kynntu þeir verkefni sem nefnist „Positive Health“ og áhuga HSA á því að vinna að því í samstarfi við þau sveitarfélög sem hafa gefið sig út sem heilsueflandi sveitarfélög.

Reiknað er með að gerður verði sérstakur samningur um verkefnið, sem gæti komið til undirritunar í næsta mánuði.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga sínum á að taka þátt í þessu samstarfsverkefni og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við fulltrúa HSA.

3.Fundur stjórnar félags eldri borgara og bæjarráðs

Málsnúmer 202001088Vakta málsnúmer

Í samræmi við það sem fram kemur í fundargerð beinir bæjarráð því til undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaga að ákvæði um öldungaráð verði í samþykktum hins nýja sveitarfélags.
Jafnframt að félög eldri borgara núverandi sveitarfélaga fái drög að þeim ákvæðum til umsagnar.

4.Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Þjónusta sveitafélaga 2019, könnun

Málsnúmer 202001083Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkrar niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun Gallup sem gerð var um síðustu áramót í 20 stærstu sveitarfélögum landsins.
Fram kom að niðurstöður könnunarinnar verða setta inn á heimasíðu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

6.Bæjarstjórnarbekkurinn desember 2019

Málsnúmer 201912075Vakta málsnúmer

Björn kynnti upplýsingar sem hann hefur aflað í tengslum við erindi sem bárust á bæjarstjórnarbekkinn.
Varðandi mælingu á farsímasambandi í dreifbýli liggur fyrir tilboð á mælingum í Jökulsárhlíð og á Jökuldal. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga um 1. áfanga mælinga á farsímasambandi í dreifbýli í samræmi við fyrirliggjandi tilboð. Jafnframt er bæjarstjóra falið að afla tilboða í mælingar á öðrum svæðum dreifbýlisins með það í huga að þær mælingar verði framkvæmdar í framhaldinu.

Varðandi byggingu tengibyggingar milli Iðavalla og reiðhallarinnar ofan á þann sökkul sem til staðar er og samkvæmt fyrir liggjandi teikningum, er bæjarstjóra falið að leita eftir kostnaðarmati á þeirri framkvæmd.

7.Krabbameinsforvarnir og þjónusta við krabbameinssjúklinga

Málsnúmer 202001063Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti málið og sagði frá samtölum sínum við forsvarsmenn krabbameinsfélagsins, þar sem þeir kynntu verkefnið.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

8.Fyrirspurn um framlög til framboðslista

Málsnúmer 202001064Vakta málsnúmer

Fram kom fyrirspurn frá Skúla Björnssyni fh. Héraðslistans varðandi greiðslufyrirkomulag framlaga sveitarfélagsins til framboðslistanna.
Í samræmi við gildandi reglur er gert ráð fyrir því að helmingur þess framlags sem greiddur er skv. samþykkt bæjarstjórnar og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2020, verði greiddur samkv. atkvæðamagni listanna í síðustu kosningum. Hinn helmingurinn verði greiddur samkvæmt niðurstöðum væntanlegra sveitarstjórnarkosninga.

9.Kynning vegna endurskoðunar Fljótsdalshéraðs 2019

Málsnúmer 202001079Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Boð í kynnisferð Samtaka orkusveitarfélaga til Noregs um vindorku

Málsnúmer 202001089Vakta málsnúmer

Gert er ráð fyrir því að Stefán Bogi Sveinsson fari í þessa kynnisferð, sem stjórnarmaður í samtökum orkusveitarfélaga og þá einnig sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs og samþykkir bæjarráð það fyrirkomulag.
Samtökin greiða að fullu ferðakostnað fyrir stjórnarmenn.

Fundi slitið - kl. 11:30.