Samstarf um heilsueflingu

Málsnúmer 201912050

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 494. fundur - 16.12.2019

Bæjarráð þakkar erindið og þiggur að fulltrúar HSA komi til fundar með bæjarráði til að fara nánar yfir efni þess. Bæjarstjóra er falið að finna heppilegan fundartíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 497. fundur - 20.01.2020

Til fundar mættu fulltrúar frá HSA þeir Pétur Heimisson framkvæmdastjóri lækninga og Guðjón Hauksson forstjóri til að fara yfir samstarf sveitarfélagsins og HSA um heilsueflingu.
Kynntu þeir verkefni sem nefnist „Positive Health“ og áhuga HSA á því að vinna að því í samstarfi við þau sveitarfélög sem hafa gefið sig út sem heilsueflandi sveitarfélög.

Reiknað er með að gerður verði sérstakur samningur um verkefnið, sem gæti komið til undirritunar í næsta mánuði.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga sínum á að taka þátt í þessu samstarfsverkefni og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við fulltrúa HSA.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 499. fundur - 03.02.2020

Farið yfir upphaf og undirbúning að þessu fyrirhugaða samstarfi HSA og sveitarfélaganna varðandi heilsueflingu og kynnt drög að samningi um verkefnið.
Bæjarstóra falið að koma á framfæri tillögu að breytingu á samningum sem rædd var á fundinum og honum síðan veitt umboð til að undirrita samninginn þannig breyttan.