Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

Málsnúmer 201806085

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93. fundur - 27.06.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá LOGG landfræði og ráðgjöf slf. fyrir hönd Jökulsdals slf. þar sem óskað er eftir breyting á aðalskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingar á aðalskipulagi í samræmi við erindi LOGG landfræði og ráðgjöf slf. og jafnframt verði samþykkt að heimila landeigendum gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 100. fundur - 24.10.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá LOGG landfræði og ráðgjöf slf. fyrir hönd Jökulsdals slf. þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingar á aðalskipulagi í samræmi við erindi LOGG landfræði og ráðgjöf slf. og jafnframt verði samþykkt að heimila landeigendum gerð deiliskipulags.

Málið var áður á dagskrá þann 27.6.sl.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 103. fundur - 12.12.2018

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur verkefnislýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að verkefnislýsing verði afgreidd í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem nánar er kveðið á um í gr 4.2.4 Kynning lýsingar í Skipulagsreglugerð nr.90/2013 svo sem hér segir.

"Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar um lýsinguna skal hún kynnt almenningi og send til umsagnar viðeigandi umsagnaraðila og Skipulagsstofnunar.

Kynning fyrir almenningi skal vera með áberandi hætti, svo sem með birtingu auglýsingar um hana í víðlesnu dagblaði, með dreifibréfi eða á íbúafundi sem hefur verið auglýstur eftir því sem efni lýsingar gefur tilefni til. Lýsingin skal vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins.

Í kynningu skal koma fram hvert skila megi ábendingum við efni lýsingarinnar og innan hvaða tímafrests. Skipulagsstofnun skal senda sveitarstjórn ábendingar og athugasemdir um lýsinguna, ef hún telur ástæðu til, innan þriggja vikna frá því henni barst lýsingin. Skipulagsnefnd skal hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum sem henni berast við vinnslu tillögu að aðalskipulagi en ekki er skylt að svara þeim með formlegum hætti."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 114. fundur - 12.06.2019

Til umfjöllunar tillaga á vinnslustigi af breytingu á aðalsskipulagi fyrir efrihluta Grundar á Efra Jökuldal.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að tillaga að breytingu á aðalskipulagi á vinnslustigi verði kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Náttúruverndarnefnd - 14. fundur - 13.08.2019

Fyrir náttúruverndarnefnd liggur að veita umsögn um tillögu á vinnslustigi til breytingar á aðalskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd leggst ekki gegn þeim áformum sem fram koma í fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi. Að mati nefndarinnar er þó ástæða til þess að við tillöguna verði bætt að markað verði svæði í aðalskipulagi sem tekur yfir Stuðlafoss, sem er á náttúruminjaskrá, Stuðlagil og Eyvindarárgil þar sem áformað verði náttúruverndarsvæði og gert ráð fyrir göngustígum og annarri uppbyggingu sem tengist umferð ferðafólks um svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116. fundur - 15.08.2019

Fyrir fundi liggur afgreiðsla breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Að lokinni kynningu á vinnslustigi.

Máli frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117. fundur - 28.08.2019

Til umfjöllunar er breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

Í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 118. fundur - 11.09.2019

Til umfjöllunar er breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir efnislega tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 til 2028, Ferðaþjónusta að Grund, Jökuldal, og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna til auglýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 124. fundur - 11.12.2019

Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á efra Jökuldal. Tekið til umræðu að lokinni auglýsingu.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi hefur verið í kynningu og lauk henni þann 9. desember sl. Að lokinni kynningu liggja fyrir umsagnir og athugasemdir sem kalla á yfirferð umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu athugasemda.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 125. fundur - 22.01.2020

Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal. Farið yfir svör við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir svör við athugasemdum. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillaga aðalskipulags og svör við athugasemdum verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Atvinnuvega- og nýsköpunarráðaneytis um breytta landnotkun.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að málmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 126. fundur - 12.02.2020

Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal. Farið yfir umsögn landbúnaðarráðanauts.

Tillaga var áður tekinn fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 22.1. 2020, tillaga er tekinn aftur fyrir vegna smávægilegrar breytingar á landnotkun á opnum svæðum austan Jökulsár.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir svör við athugasemdum. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillaga aðalskipulags og svör við athugasemdum verði samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn Atvinnuvega- og nýsköpunarráðaneytis um breytta landnotkun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að málmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 309. fundur - 04.03.2020

Tillaga var áður tekinn fyrir á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 22.1. 2020, tillaga er tekinn aftur fyrir vegna smávægilegrar breytingar á landnotkun á opnum svæðum austan Jökulsár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingartillögu aðalskipulags og svör við athugasemdum, þar sem jákvæð umsögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytta landnotkun liggur fyrir.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar um að málmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.