Ósk um umsögn vegna breytingar á matskyldu mannvirki, Vopnafjarðarlína 1.

Málsnúmer 201909102

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 119. fundur - 25.09.2019

Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytingar á matskyldu mannvirki, Vopnafjarðarlínu 1. Leitað er eftir álits Fljótsdalshéraðs á hvort fyrirhuguð breyting sé í samræmi við aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Í kafla 8.1.3 í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 segir
"Til þess að greiða fyrir lagningu grunnkerfa og aðgengi að þeim, skal litið svo á að ekki sé um breytingu á aðalskipulagi að ræða ef veita er lögð í jörð þar sem annað grunnkerfi er fyrir á yfirborði eða neðanjarðar, t.d. vegur eða lagnir annarrar veitu."

Það er álit umhverfis- og framkvæmdanefndar að ekki þurfi að koma til breytingar á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 15. fundur - 07.10.2019

Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn vegna breytingar á matskyldu mannvirki, Vopnafjarðarlínu 1. Leitað er eftir áliti Fljótsdalshéraðs á hvort fyrirhuguð breyting sé í samræmi við aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs staðfesti á fundi sínum þann 2. október að fyrirhuguð framkvæmd, sem felur í sér að hluti Vopnafjarðarlínu 1 verði settur í jörð, kalli ekki á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.