Fundur með Hollvinasamtökum Hjaltalundar.

Málsnúmer 201907050

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117. fundur - 28.08.2019

Að ósk Hollvinasamtaka Hjaltalundar er minnisblað frá fundi lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd álítur nauðsynlegt að mótuð verði stefna um framtíðarnot Hjaltalundar áður en ráðist verður í endurbætur á heimreið.

Erindinu er því vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 480. fundur - 02.09.2019

Stefán Bogi Sveinsson vakti athygli á vanhæfi sínu, þar sem hann er í stjórn Hollvinasamtaka Hjaltalundar. Var vanhæfi hans samþykkt og kom Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður hans inn á fundinn undir þessum lið.

Vísað er til bókunar undir 6. lið í þessari fundargerð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 118. fundur - 11.09.2019

Bæjarráð óskar eftir því að Umhverfis- og framkvæmdanefnd taki samtal við forsvarsmenn Hollvinasamtaka um þá möguleika sem liggja fyrir varðandi endurbætur á Hjaltalundi og framtíðarnýtingu hússins tengda Út-Héraðsverkefninu.

Frestað til næsta fundar að ósk Hollvinasamtaka Hjaltalundar

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 119. fundur - 25.09.2019

Bæjarráð óskar eftir því að Umhverfis- og framkvæmdanefnd taki samtal við forsvarsmenn Hollvinasamtaka um þá möguleika sem liggja fyrir varðandi endurbætur á Hjaltalundi og framtíðarnýtingu hússins tengda Út-Héraðsverkefninu.

Á fundinn mættu Guðmundur Karl Sigurðsson, Stefán Bogi Sveinsson og Linda Björk Steingrímsdóttir frá Hollvinasamtökunum ásamt því að Líneik Anna Sævarsdóttir var í síma og fóru yfir málefni Hjaltalundar.

Í vinnslu.