Hundasvæði á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202005017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132. fundur - 13.05.2020

Erindi frá Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að komið verði upp hundasvæði á Fljótsdalshéraði.

Máli frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 133. fundur - 27.05.2020

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur eftirfarandi til varðandi hundasvæði.

Tillaga að bókun:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar innsent erindi. Nefndin er tilbúin í samstarf með hundaeigendum um staðarval og aðstöðusköpun.
Til þess að þetta geti orðið telur nefndin að eigendur hunda verði að taka fyrsta skrefið og mynda félag um rekstur svæðis.
Það er álit umhverfis- og framkvæmdanefndar að til að rekstur hundasvæðis geti gengið þurfi eigendur hunda að vera í forsvari um rekstur og umhirðu svæðis.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.