Hjólabraut

Málsnúmer 202004193

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132. fundur - 13.05.2020

Rafael Rökkvi hitti formann umhverfis- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra umhverfismála í Samfélagssmiðjunni í vetur og ræddi þá hugmynd sína að gerð verði hjólabraut á svæði sem afmarkast af lóðum í Ranavaði, Eyvindará og hreinsivirki HEF.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur útfærð hugmynd að hjólabraut á umræddu svæði.

Umhverfis og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að heimilt verði að leggja braut tímabundið til eins árs. Lagt er til að verkefni verði útfært með aðstoð frá vinnuskóla og leitast skal við að endurnýta efni í verkefnið. Komi til framkvæmda af hálfu sveitarfélags eða stofnana þess skal braut víkja á meðan á framkvæmdum stendur.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.