Eyvindará 2 deiliskipulag

Málsnúmer 201601236

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 40. fundur - 10.02.2016

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II, sem afmarkast eins og fram kemur á tillögunni. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags. 27.01.2016. Breytingin felur í sér afmörkun byggingarreits fyrir eitt lítið hús, gistiálmur og tengingu vð eldri þjónustuhús og stækkun skipulagssvæðisins til norðurs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sem samþykkt var í bæjarstjórn 05.11.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II, sem afmarkast eins og fram kemur á tillögunni. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags. 27.01. 2016. Breytingin felur í sér afmörkun byggingarreits fyrir eitt lítið hús, gistiálmur og tengingu við eldri þjónustuhús og stækkun skipulagssvæðisins til norðurs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða auglýsingu um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sem samþykkt var í bæjarstjórn 05.11.2014

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 46. fundur - 27.04.2016

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 17.02.2016 að auglýsa tillögu að breytingu Deiliskipulagi fyrir Eyvindará II Fljótsdalshéraðs. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 27.01.2016. var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemd barst frá Juralist Lögmanns- og ráðgjafarstofa f.h. hagsmunaaðila.

Málið er í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 17.02.2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 27.01.2016 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Athugasemd dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms.
2) Athugasemdir, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum dagsett 09.05.2016.


Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48. fundur - 24.05.2016

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 17.02.2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 27.01.2016 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Athugasemd dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms.
2) Athugasemdir, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum.


Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun við andmæli við tillögu að breytingu frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms:

Eftirfarandi afstaða er tekin til athugasemda, sbr. 41. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar að tillaga að deiliskipulagsbreytingu felur ekki í sér breytingu á landnotkunarflokki nema að því leyti sem stærð skipulagssvæðis stækkar. Skipulagstillagan felur því ekki í sér eðlisbreytingu frá landnotkun samkvæmt gildandi skipulagi, þótt hún geri ráð fyrir auknu umfangi starfsemi á svæðinu. Þá er bent á að skipulagssvæðið er í jaðri svæðis sem samkvæmt aðalskipulagi er með landnotkunarflokkinn þéttbýli. Umferðarleið að svæðinu liggur um héraðsveg 9407, sbr. umfjöllun í deiliskipulagstillögu.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum við auglýsta tillögu að breytingu frá JURALIS:

Eftirfarandi afstaða er tekin til athugasemda, sbr. 41. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar að tillaga að deiliskipulagsbreytingu felur ekki í sér breytingu á landnotkunarflokki nema að því leyti sem stærð skipulagssvæðis stækkar. Skipulagstillagan felur því ekki í sér eðlisbreytingu frá landnotkun samkvæmt gildandi skipulagi, þótt hún geri ráð fyrir auknu umfangi starfsemi á svæðinu. Þá er bent á að skipulagssvæðið er í jaðri svæðis sem samkvæmt aðalskipulagi er með landnotkunarflokkinn þéttbýli. Umferðarleið að svæðinu liggur um héraðsveg 9407, sbr. umfjöllun í deiliskipulagstillögu. Sjónarmiðum í athugasemd um að deiliskipulagstillagan geti leitt til bótaskyldu sveitarfélagsins er hafnað.
Í greinargerð deiliskipulags kemur fram að skipulagssvæðið er verslunar- og þjónustusvæði. Ekki er um ræða skráningu rangs landnotkunarflokks á skipulagssvæði, en ónákvæmni er í skipulagsuppdrætti um hvað er óbyggður hluti skipulagssvæðis, sem verður leiðréttur.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun við athugasemdum/ábendingum Philip Vogler:

Umhverfis og framkvæmdanefnd hefur móttekið athugasemdir/ábendingar þínar sem lagðar voru fram í tengslum við auglýsingu tillögu að breytingu á aðalskipulagi/deiliskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Eyvindarár II. Nefndin tekur undir þau sjónarmið sem sett eru fram í bréfinu um að huga þurfi betur að aðgengi gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarenda í nágrenni við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ. Nefndin telur þó ekki tímabært að færa leiðir meðfram þjóðvegum utan þéttbýlisins fyrir þessa vegfarendur inn í skipulag fyrr en kerfi slíkra leiða hefur verið skoðað í heild. Búast má við að innan fárra ára verði ráðist í endurskoðun aðalskipulagsins og gefst þá gott tækifæri til að taka þessi mál til skoðunar. Stofnaður hefur verið vinnuhópur um gerð þemakorts um gönguleiðir við og í þéttbýlinu við Fljótið. Nefndin væntir þess að niðurstöður hópsins verði mjög gagnlegar þegar kemur að endurskoðun aðalskipulagsins, deiliskipulagsgerð og framkvæmdaáætlunum og samþykkir að vísa athugasemdinni til vinnuhópsins til frekari skoðunar og úrvinnslu. Nefndin þakkar þá brýningu sem í athugasemdinni felst og ítrekar að hún er sammála þeim meginsjónarmiðum sem þar koma fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 17.02.2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 27.01.2016 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Athugasemd dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms.
2) Athugasemdir, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum.

Bæjarstjórn staðfestir svör umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem fram koma í fundargerð hennar frá 24.05. 2016, við framkomnum athugasemdum og andmælum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt eins og hún liggur fyrir og hún send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74. fundur - 09.08.2017

Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni, Verkís, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Eyvindarár II. Breytingin felst í uppfærslu staðsetningar byggingarreits sem ætlaður er til framtíðar stækkunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir við skipulagshöfundinn að hann geri betur grein fyrir í hverju breytingar á skilmálum um byggingar, eru fólgnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75. fundur - 23.08.2017

Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni, Verkís, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Eyvindarár II. Breytingin felst í uppfærslu staðsetningar byggingarreits sem ætlaður er til framtíðar stækkunar.

Málið var áður á dagskrá 74. fundar þann 9. ágúst sl.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76. fundur - 13.09.2017

Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni, Verkís, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Eyvindarár II. Breytingin felst í uppfærslu staðsetningar byggingarreits sem ætlaður er til framtíðar stækkunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að skipulagstillagan hljóti meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Lagt er til að bætt verði inn í skipulagsgögnin upplýsingum um þéttleika byggðar og núverandi umfang starfsemi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 81. fundur - 22.11.2017

Lögð er fram deiliskipulagstillaga að Eyvindará II að aflokinni auglýsingu.

Tillagan var auglýst frá 9. október til 20 nóvember.
Ábendingar/Athugsemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands. Agnes Brá Birgisdóttir fyrir hönd annara landeigenda og íbúa á Eyvindará.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og senda innkomnar athugasemdir til skipulagsráðgjafa til meðferðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur málið fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 82. fundur - 04.01.2018

Lögð eru fram tillögur að svörum frá skipulagsráðgjafa við athugsemdum um deiliskipulagstillögu að Eyvindará II að aflokinni auglýsingu.

Tillagan var auglýst frá 9. október til 20. nóvember. Málið var áður á dagskrá þann 22.11. 2017.
Ábendingar/Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Vegagerðinni, Agnesi Brá Birgisdóttir fyrir hönd annarra landeigenda og íbúa á Eyvindará. Málið var sent skipulagsráðgjafa til úrvinnslu.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 84. fundur - 24.01.2018

Lagðar eru fram tillögur að svörum við athugsemdum við deiliskipulagstillögu að Eyvindará II að aflokinni auglýsingu.

Umhverfis- og frankvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að hún samþykkki tillögu að deiliskiplagi fyrir Eyvindará II og jafnframt geri svör nefndarinnar í skjalinu (Minnisblað skipulagsfulltrúa, svör við athugasemdum) að sínum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132. fundur - 13.05.2020

Breytingartillaga að deiliskipulagi fyrir Eyvindaá II deiliskipulagið.

Deiliskipulagið hefur verið í vinnslu um langan tíma og tafist vegna ýmissa ástæðna og er fyrri málsmeðferð fallin úr gildi. Vegna þess leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst að nýju í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136. fundur - 12.08.2020

Auglýsingu er lokið frestur til að skila inn umsögnum eða athugasemdum var til 4. ágúst. Tvær athugasemdir bárust.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa fram komnum athugasemdum til ráðgjafa til úrvinnslu og óskar eftir að hann vinni tillögu um með hvaða hætti hægt sé að bregðast við þeim.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138. fundur - 09.09.2020

Borist hafa svör frá skipulagsráðgjafa við athugasemdum við auglýsingu skipulagstillögu. Beðið er eftir umsögn Minjastofnunar um tillöguna.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að svör skipulagsráðgjafa verði notuð til þess að svara fram komnum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.