Umhverfis- og framkvæmdanefnd

84. fundur 24. janúar 2018 kl. 17:00 - 21:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Eggert Már Sigtryggsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við eftirfarandi málum:
Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Kröflulínu 3, Samatekt vegna brúarframkvæmda við Klaustursel, Fossgerði lóð 4 umsögn vegna stofnunar lögbýlis og Geymslusvæði og verða þeir númer 12, 13, 14 og 15 í dagskránni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum

Málsnúmer 201705107

Fyrir liggur erindi frá Körfuknattleiksdeildar Hattar þar sem óskað er eftir samvinnu um uppbyggingu á útikörfuboltavelli við Íþróttamiðstöðina.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gert verði ráð fyrir útikörfuboltavelli sunnan við Íþróttamiðstöðina í tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Eyvindará II deiliskipulag

Málsnúmer 201601236

Lagðar eru fram tillögur að svörum við athugsemdum við deiliskipulagstillögu að Eyvindará II að aflokinni auglýsingu.

Umhverfis- og frankvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að hún samþykkki tillögu að deiliskiplagi fyrir Eyvindará II og jafnframt geri svör nefndarinnar í skjalinu (Minnisblað skipulagsfulltrúa, svör við athugasemdum) að sínum.

3.Félagið Villikettir, ósk um samstarf.

Málsnúmer 201801026

Lagt er fram erindi frá Villikettir félagasamtök þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitafélagið.

Í samstarfinu felst að Villikettir óska eftir formlegum samningi við Fljótsdalshérað til að ekki sé neinn vafi um heimildir Villikatta til að sinna dýravelferð í bæjarlandi Fljótsdalshéraðs.

Málið var áður á dagskrá þann 10.1.2018

Það er álit Umhverfis- og framkvæmdanefndar að þær aðferðir sem félagið leggur til samrýmist ekki lögum um velferða dýra nr. 55/2015, reglugerð nr. 80/2016 um velferð gæludýra og samþykkt sveitafélagsins nr. 912/2015 um kattahald og önnur gæludýr, nema hunda í sex sveitafélögum á starfsvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis.

Því hafnar Umhverfis- og framkvæmdanefnd erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um lóð, Fossgerði

Málsnúmer 201801070

Fyrir liggur umsókn um lóð fyrir hesthús að Fossgerði, umsækjandi er Hallgrímur Frímannsson.

Þar sem lóðin sem sótt er um er á svæði sem ekki er tilbúið til úthlutunar getur Umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki orðið við erindinu.
Nefndin bendir á að lóðin H1. er laus til úthlutunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta meta kostnað við að gera efra svæðið tilbúið til úthlutunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Lagarfell 3 - ósk eftir breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 201706100

Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem breytt er landnotkunarflokk við Lagarfell 3. Tillagan var kynnt frá 18. desember til 22. janúar. Engar athugasemdir bárust á kynningartímabilinu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga verði auglýsti í samræmi við 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóð með handauppréttingu.

6.Davíðsstaðir - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201706094

Fyrir liggur tillaga að breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem breytt er landnotkunarflokk fyrir Davíðsstaði. Tillaga var kynnt frá 18. desember til 22. janúar. Athugsemd barst frá Skipulagsstofnun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagráðgjafa að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tjarnarbrautarreitur - breyting á deiliskipulagi, íþróttahús

Málsnúmer 201703038

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Tjarnarbrautarreit á Egilsstöðum. Skv. tillögunni breytist lögun byggingarreits fyrir fimleika- og frjálsíþróttahús norðan núverandi íþróttahúss, skilmálar verða ítarlegri og gert er ráð fyrir boltavelli sunnan sundlaugar. Tillagan er sett fram í greinargerð og uppdrætti sem sýnir skipulagið fyrir og eftir breytingu skv. tillögunni. Sýnt er skuggavarp nýrrar viðbyggingar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags Tjarnarbrautarreits fái umfjöllun samkvæmt 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbygging við íbúðarhús að Lindarhóll

Málsnúmer 201801083

Helgi Rúnar Elísson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús að Lindarhól.

Umhverfis- og framkvæmdar samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi, Norðurtún. 13a-b -15a-b

Málsnúmer 201710084

Umsókn um byggingarleyfi frá Brynju hússjóði ÖBÍ fyrir byggingu raðhúss á lóðinni Norðurtúni 13-15.

Byggingaráform voru grenndarkynnt frá 21. desember til 20. janúar, athugasemd barst frá íbúum Norðurtúns 11.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins. Nefndin beinir því til umsækjanda að útgáfa byggingarleyfis gerir kröfu um breitingu á eignaskiptayfirlýsingu Norðurtúns 1 - 15.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga.

Málsnúmer 201801084

Umsókn frá HEF ehf. um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða, fyrsta áfanga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar málinu, nefndin óskar eftir að fulltrúar HEF. mæti á næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Aðstaða fyrir snjócross við Miðás

Málsnúmer 201801030

Lagt fram bréf frá Kjartani Benediktsyni þar sem hann óskar eftir að fá að haugsetja snjó á lóðinni Miðás 22 - 24.
Áform eru um að nota svæðið sem æfingasvæði fyrir snowcross.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 10. janúar sl.
Bæjarsjórn vísaði málinu aftur til nefndar á fundi sínum þann 17. janúar sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að funda með bréfritara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Beiðni um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3.

Málsnúmer 201801100

Erindi frá Landsnet þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 vegna breytingar á línuleið Kröflulínu 3. við Núpaskot.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að hefja vinnu við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028. þar sem línuleið Kröflulínu 3. við Núpaskot verði breytt. Þar sem breytinginn fellur undir umhverfsimat áætlanna skal umhverfismat unnið samhliða breytingunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Samantekt vegna brúarframkvæmda við Klaustursel.

Málsnúmer 201801102

Vegagerðin undirbýr nú byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Dal hjá Klaustursseli. Fyrir fundinum liggur kynning á framkvæmdinni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna áform Vegagerðarinnar fyrir hagsmunaaðilum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Fossgerði/Lóð 4, umsögn vegna stofnunar lögbýlis

Málsnúmer 201409120

Fyrir liggur umsókn um stofnun lögbýlis að Fossgerði/Lóð 4 landnúmer 196502. Óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn við erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Esther Kjartansdóttir vék af fundi undir þessum lið.

15.Geymslusvæði

Málsnúmer 201801105

Fyrirspurn um afnot á landi undir lausmuni og aðkomu sveitafélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að í deiliskipulagi athafnar- og iðnaðarsvæðis Miðás og Brúnás er gert ráð fyrir geymslulóðum.
Nefndin telur það ekki í hlutverki sveitafélagsins að sjá um rekstur geymslusvæðis en lýsir sig tilbúin til að koma að lausn málsins með öðrum hætti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fundi slitið - kl. 21:45.