Umsókn um lóð, Fossgerði

Málsnúmer 201801070

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 84. fundur - 24.01.2018

Fyrir liggur umsókn um lóð fyrir hesthús að Fossgerði, umsækjandi er Hallgrímur Frímannsson.

Þar sem lóðin sem sótt er um er á svæði sem ekki er tilbúið til úthlutunar getur Umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki orðið við erindinu.
Nefndin bendir á að lóðin H1. er laus til úthlutunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta meta kostnað við að gera efra svæðið tilbúið til úthlutunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 87. fundur - 14.03.2018

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hallgrími Antoni Frímannssyni þar sem lögð er fram tillaga að fyrirkomulagi vegna úthlutunar á lóð undir hesthús í Fossgerði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá samningi við umsækjanda. Samningurinn verði lagður fyrir nefndinna til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.