Aðstaða fyrir snjócross við Miðás

Málsnúmer 201801030

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 83. fundur - 10.01.2018

Lagt fram bréf frá Kjartani Benediktsyni þar sem hann óskar eftir að fá að haugsetja snjó á lóðinni Miðás 22 - 24.
Áform eru um að nota svæðið sem æfingasvæði fyrir snowcross.

Lóðinni Miðás 22 - 24 hefur þegar verið úthlutað og því getur Umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki veitt leyfi fyrir afnot af lóðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 84. fundur - 24.01.2018

Lagt fram bréf frá Kjartani Benediktsyni þar sem hann óskar eftir að fá að haugsetja snjó á lóðinni Miðás 22 - 24.
Áform eru um að nota svæðið sem æfingasvæði fyrir snowcross.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 10. janúar sl.
Bæjarsjórn vísaði málinu aftur til nefndar á fundi sínum þann 17. janúar sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að funda með bréfritara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.