Lögð er fram Verkefnalýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Davíðsstaðir.
Umsagnir og athugasemdir bárust frá: Seyðisfjarðarkaupstað, Fjarðabyggð, Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Skógræktinni, Vegagerðinni, Hjalta Stefánssyni og Philip Vogler.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa umsögnum til umfjöllunar hjá skipulagsráðgjafa.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið athugasemdir Hjalta Stefánssonar og Philips Vogler. Álit nefndarinnar er að með þessari breytingu sem snýr að því að færa landnotkun til fyrra horfs, sé verið að minnka umhverfisáhrif og álag á náttúru svæðisins verulega.
Jafnframt bendir nefndin á að stærð skógræktarsvæðisins er vel innan þeirra marka sem gerir kröfu um mat á umhverfisáhrifum og að í skógræktaráætlunum á að taka tillit til þess lands sem fyrirhugað er að planta í.
Nefndin hafnar því framkomnum athugasemdum Hjalta Stefánssonar og Philips Vogler.
Fyrir liggur tillaga að breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem breytt er landnotkunarflokk fyrir Davíðsstaði. Tillaga var kynnt frá 18. desember til 22. janúar. Athugsemd barst frá Skipulagsstofnun.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagráðgjafa að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunnar.
Fyrir liggur tillaga að breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem breytt er landnotkunarflokk fyrir Davíðsstaði. Tillagan var kynnt frá 18. desember til 22. janúar. Athugsemd barst frá Skipulagsstofnun.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að skipulagsráðgjafi geri breytingar á tillögunni í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar, að breytingum loknum er lagt til að bæjarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrir nefndinni liggur svar Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem lögð er áhersla á að allar ákvarðanir í skipulagsvinnu byggi á sem bestum þekkingargrunni hvað varðar náttúrufar og að alltaf sé leitað leiða til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á náttúruna.
Unhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindi verði sent skipulagsráðgjafa til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.