Umhverfis- og framkvæmdanefnd

80. fundur 08. nóvember 2017 kl. 17:00 - 20:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveim málum og verða þau nr. 10 og 11.
Jólaljós á Egilsstöðum og
Betri bær - ábendingar 10. bekkinga Egilsstaðaskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2018

Málsnúmer 201710085

Starfsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar

Starfsáætlun í vinnslu.

2.Snjómokstur og hálkuvarnir 2017

Málsnúmer 201708005

Málið var áður á dagskrá þann 25. október sl.

Farið yfir forsendur verðskrár um snjómokstur og hálkuvarnir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við verktaka í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

3.Nýtt-útivistarsvæði ofan Eyvindarár.

Málsnúmer 201710058

Málið var áður á dagskrá 25. október sl.

Lögð eru fram ný gögn sem tengast málinu.

Umhvefis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samningur um afnotarétt í þjóðlendu.

Málsnúmer 201710098

Erindi frá Forsætisráðaneytinu varðandi fasteignir í þjóðlendu.

Farið yfir erindi frá Forsætisráðaneytinu.

Málinu frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skýrsla um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 201710094

Kynning á lagabreytingu vegna sunduraliðun gagna niður á atvinnugreinaflokka og sveitafélög í lögum um meðhöndlun úrgangs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar að verktaki tryggi innleiðingu breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 sem öðlast gildi þann 1. janúar 2018.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Davíðsstaðir - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201706094

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi.

Tillagan er í vinnslu.

7.Lagarfell 3 - ósk eftir breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 201706100

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi.

Tillagan er í vinnslu.

8.Jólaljós á Egilsstöðum

Málsnúmer 201704077

Erindi frá Þjónustusamfélaginu sem var áður á dagskrá þann 10. maí sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmönnum afgreiðslu málsins og funda með forsvarsmönnum Þjónustusamfélagsins um uppsetningu jólaskreytinga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Betri bær - ábendingar 10. bekkinga Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201710010

Lagðar fram hugmyndir 10. bekkinga Egilsstaðaskóla um verkefni í sveitafélaginu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar 10. bekkingum Egilsstaðaskóla fyrir erindið.

Tillögum visað til skipulagsgerðar og starfsáætlunnar nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Rafbílavæðing

Málsnúmer 201702095

Málinu var vísað frá bæjarstjórn til nefndar.

Undir þessum dagskrárlið mætti Jón Steinar Garðarsson Mýrdal, verkefnastjóri hjá Austurbrú og fór yfir málið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur rétt að hleðslustöðvar séu í eigu sveitarfélagsins í byrjun.
Nefndin óskar eftir nánari útfærslu á tilboði Hlöðu og felur Skipulags-og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samstarfi við Austurbrú, Fljótsdalshrepp og Fjarðabyggð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Jón Steinar fyrir kynninguna.

Jón Steinar vék af fundi kl.18:00

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 159

Málsnúmer 1711003F

Lögð fram fundargerð 159. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Lagt fram til kynningar.
  • 11.1 201711009 Leiðrétting á skráningu, Ásgrímsstaðir
  • 11.2 201710053 Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á mannvirkju, Móbergi
  • 11.3 201009119 Höfði, umsókn um byggingarleyfi
  • 11.4 201604058 Umsókn um byggingarleyfi / Selás 23
  • 11.5 201605024 Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging

Fundi slitið - kl. 20:15.