Jólaljós á Egilsstöðum

Málsnúmer 201704077

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 69. fundur - 10.05.2017

Lagt er fyrir nefndina erindi Þjónustusamfélagsins á Héraði.
Þjónustusamfélagið á Héraði langar að leggja til eftirfarandi:
- Að fyrir jólin 2017 verði lagt meira í skreytingar í Tjarnargarðinum.
- Að fleiri tré í garðinum verði skreytt.
- Bæta stjörnum á ljósastaura í Miðvangi.
- Bæta ljósum á tré við minigolf í Miðvangi.
- Bæta ljósum á tré niður með Fagradalsbrautinni að Lagarási.
- Skreyta ljósastaura á nesinu.
- Skreyta fleiri ljósastaura í Fellabæ.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að nefndin og fulltrúar frá Þjónustusamfélaginu fundi um erindið í lok sumars.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 80. fundur - 08.11.2017

Erindi frá Þjónustusamfélaginu sem var áður á dagskrá þann 10. maí sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmönnum afgreiðslu málsins og funda með forsvarsmönnum Þjónustusamfélagsins um uppsetningu jólaskreytinga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.