Umhverfis- og framkvæmdanefnd

69. fundur 10. maí 2017 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að einu máli yrði bætt við, Umsókn um stöðuleyfi/torgsöluhús, og verður sá liður nr. 16.

1.Heimatún 1 Viðhald

Málsnúmer 201704029

Lögð er kostnaðaráætlun og framkvæmdaáætlun fyrir viðhald á Heimatúni 1 í Fellabæ fyrir nefndina til umfjöllunar að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir kostnaðar- og framkvæmdaáætlun fyrir Heimatún 1 og samþykkir jafnframt að framkvæmdir hefjist árið 2018 skv. framlögðum gögnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 17:05

2.Fjárhagsáætlun 2018 - Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Málsnúmer 201704023

Rammaáætlun fjárhagsáætlunar Umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir árið 2018, lögð fram til umræðu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða rammaáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Skólabrún deiliskipulag

Málsnúmer 201309047

Lagt er fyrir nefndina tillaga að breyttu deiliskipulagi Brúnir II, að lokinni kynningu.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 63 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi, frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til klukkan 15:00, miðvikudaginn 3.maí 2017.

Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kerfisáætlun Landsnets 2017-2026

Málsnúmer 201705019

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnt sér efni matsskýrslunar og hefur engar ábendingar fram að færa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um lóð - Bjarkasel 10

Málsnúmer 201704082

Lagt er fyrir nefndina, umsókn um byggingarlóð.
Ástráður Ási Magnússon, kt.030792-4679 sækir hér með um lóð nr. 10 við Bjarkasel á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um lóð - Bjarkasel 12

Málsnúmer 201704083

Lagt er fyrir nefndina, umsókn um byggingarlóð.
Óttar Steinn Magnússon, kt.080289-2199 sækir hér með um lóð nr. 12 við Bjarkasel á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Minigolfbrautir

Málsnúmer 201703071

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur forstöðumanni Þjónustumiðstöðvarinnar úrvinnslu þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Jólaljós á Egilsstöðum

Málsnúmer 201704077

Lagt er fyrir nefndina erindi Þjónustusamfélagsins á Héraði.
Þjónustusamfélagið á Héraði langar að leggja til eftirfarandi:
- Að fyrir jólin 2017 verði lagt meira í skreytingar í Tjarnargarðinum.
- Að fleiri tré í garðinum verði skreytt.
- Bæta stjörnum á ljósastaura í Miðvangi.
- Bæta ljósum á tré við minigolf í Miðvangi.
- Bæta ljósum á tré niður með Fagradalsbrautinni að Lagarási.
- Skreyta ljósastaura á nesinu.
- Skreyta fleiri ljósastaura í Fellabæ.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að nefndin og fulltrúar frá Þjónustusamfélaginu fundi um erindið í lok sumars.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Beiðni um uppsetningu skilta

Málsnúmer 201704112

Lagt er fyrir nefndina erindi Þjónustusamfélagsins á Héraði.
Þjónustusamfélagið á Héraði óskar eftir því að setja upp skilti í A3 stærð í Tjarnargarðinum, við strandblak-vellina í Bjarnardal og við mini-golf brautirnar við Hlymsdali.
Tillaga að gerð skiltanna og staðsetning þeirra fylgir erindi þessu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið, uppsetning skiltanna skal gerð í fullu samráði við forstöðumann Þjónustumiðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Skilti sem bjóða fólk velkomið til Egilsstaða

Málsnúmer 201704078

Þjónustusamfélagið á Héraði leggur til að sveitarfélagið setji upp "VELKOMIN" skilti við innkomur í bæinn.
Á þeim fjórum gáttum sem komið er inn í Egilsstaði eru hvergi skilti sem taka á móti gestum eða bæjarbúum og bjóða velkomin í bæinn okkar.
Þjónustusamfélagið hvetur sveitarfélagið til að fara í uppsetningu á slíkum skiltum og er þjónustusamfélagið reiðubúið að aðstoða við hluta verksins ef þörf eða áhugi er á.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnisstjóra Umhverfismála að kanna kostnað við slík skilti, staðsetningu þeirra og hefja viðræður við Þjónustusamfélagið á Héraði um aðkomu þeirra að verkefninu, málið verði lagt fyrir fund að nýju að þeirri vinnu lokinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum

Málsnúmer 201704017

Lögð er skýrsla sem unnin er af forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar og Hugrúnu Hjálmarsdóttur um ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum til umræðu.

Umhverfis og framkvæmdanefnd samþykkir lagfæringar á Fénaðarklöpp, milli Kaupvangs og Hringvegar verði bætt við verkefnalista viðhalds gatna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi

Málsnúmer 201605082

Lagt er fyrir bréf NAUST þar sem óskað er eftir upplýsingar um átak í hreinsun ónýtra girðinga, árangur og áframhald.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnisstjóra Umhverfismála að koma upplýsingunum um framvindu verksins á NAUST. Jafnframt að hefja undirbúning að átaki um hreinsun brotajárns í sveitarfélaginu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Eigendaskipti á landspildunni Stóravík, ásamt orlofshúsum þar

Málsnúmer 201704097

Lagt er fyrir nefndina erindi Þórhalls Pálssonar fyrir hönd eiganda Stóruvíkur.
Stefnt er að því að halda áfram sama rekstri á svæðinu og verið hefur síðan húsin voru byggð, þ.e. reka þar skammtímaútleigu til almennings og ferðafólks.
Því er farið á leit að skipulags- og byggingarfulltrúa að líta til þess að um enga eðlisbreytingu er að ræða hvað starfsemi á svæðinu varðar og fallist á að mæla með jákvæðri umsögn til sveitarstjórnar þegar til rekstrarleyfisumsóknar kemur. Jafnframt að breyting um landnotkunarflokk úr frístundasvæði í svæði fyrir verslu- og þjónustu verði gerð við næstu reglulegu endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda erindið til umsagnar hjá Skipulagsstofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagai Borgarfjarðar eystri, Geitland

Málsnúmer 201705016

Lagt er fyrir nefndina erindi Borgarfjarðarhrepps, umsögn um drög að breytingu á aðalskipulagi og drög að nýju deiliskipulagi í landi Geitlands í Borgarfirði eystri.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið erindið og hefur engar athugasemdir eða ábendingar fram að færa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum

Málsnúmer 201704054

Lagt er fram til kynningar bréf um samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum til skoðunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um stöðuleyfi/torgsöluhús

Málsnúmer 201610045

Lagt er fyrir erindi um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús að nýju, ásamt tillögu að breyttri staðsetningu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa endurútgáfu stöðuleyfis með breyttri staðsetningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.