Skilti sem bjóða fólk velkomið til Egilsstaða

Málsnúmer 201704078

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 69. fundur - 10.05.2017

Þjónustusamfélagið á Héraði leggur til að sveitarfélagið setji upp "VELKOMIN" skilti við innkomur í bæinn.
Á þeim fjórum gáttum sem komið er inn í Egilsstaði eru hvergi skilti sem taka á móti gestum eða bæjarbúum og bjóða velkomin í bæinn okkar.
Þjónustusamfélagið hvetur sveitarfélagið til að fara í uppsetningu á slíkum skiltum og er þjónustusamfélagið reiðubúið að aðstoða við hluta verksins ef þörf eða áhugi er á.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnisstjóra Umhverfismála að kanna kostnað við slík skilti, staðsetningu þeirra og hefja viðræður við Þjónustusamfélagið á Héraði um aðkomu þeirra að verkefninu, málið verði lagt fyrir fund að nýju að þeirri vinnu lokinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.