Lausar lóðir á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201309047

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 101. fundur - 11.09.2013

Lagður er fram listi yfir lausar lóðir á Fljótsdalshéraði, til yfirferðar og kynningar.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir að framlagður listi er sá sami og birtur er á heimasíðu sveitarfélagsis. Á þennan lista vantar fjórar byggingalóðir við Fjóluhvamm og Fífuhvamm þar sem deiliskipulag fyrir Hvamma er í kæruferli. Sökum skipulagsóvissu í Skólabrún, þá eru þær lóðir ekki á listanum. Nefndin samþykkir að hafin verði vinna við endurskoðun deiliskipulags götunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 183. fundur - 18.09.2013

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 103. fundur - 09.10.2013

Áherslur við gerð deiliskipulags fyrir Skólabrún, Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að deiliskipulagið verði nokkuð opið, nýtingarhlutfall 0,2 til 0,4. Þakgerð verði mænisþök.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 185. fundur - 16.10.2013

Áherslur við gerð deiliskipulags fyrir götuna Skólabrún, Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulagið verði nokkuð opið, nýtingarhlutfall 0,2 til 0,4. Þakgerð húsanna verði mænisþök.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38. fundur - 13.01.2016

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brúnir II Fellabæa. Tillagan er sett fram í greinargerð dagsett 3. janúar 2016 og uppdrætti dagsettur 8. janúar 2016.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 39. fundur - 27.01.2016

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brúnir II Fellabæ. Breytingunum er lýst í 14. grein í tillögu að skipulags- og byggingarskilmálum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögur og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga þegar 3. málsgrein 5. greinar um skipulag lóða hefur verið tekin út.

Nefndin telur að ekki þurfi skipulagslýsingu þar sem um breytingu á deiliskipulagi er að ræða.

Jafnframt er vakin athygli á að nafninu Skólabrún er breytt í Selbrún í tillögunni.

Tillagagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Páll Sigvaldason leggur fram eftirfarandi bókun:
Þar sem ekki er búið að ganga frá nafnabreytingu á Einhleypingi að Fellaskóla, þá geri ég athugasemd við að núverandi nafni götunnar Skólabrún sé breytt í Selbrún.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brúnir II Fellabæ. Breytingunum er lýst í 14. grein í tillögu að skipulags- og byggingarskilmálum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga þegar 3. málsgrein 5. greinar um skipulag lóða hefur verið tekin út.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að ekki þurfi skipulagslýsingu þar sem um breytingu á deiliskipulagi er að ræða.
Jafnframt er vakin athygli á að nafninu Skólabrún er breytt í Selbrún í tillögunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 63. fundur - 08.02.2017

Lagt er fyrir nefndina drög að breyttu deiliskipulagi fyrir Brúnir II í Fellabæ.
Eldra deiliskipulag var samþykkt af sveitarstjórn Fellahrepps þann 13.mars 2002.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Brúnir II nær yfir þegar byggða götu Dalbrúnar og Selbrún, sem þekkt er sem Skólabrún í eldra skipulagi.
Skipulagsskilmálar Dalbrúnar eru endurnýjaðir og hreinskrifaðir.
Skipulagsskilmálar fyrir Selbrún taka breytingum þar sem bæði fjöldi íbúða og tegund þeirra breytast.
Þar sem áður var gert ráð fyrir 6 einbýlishúsum er nú gert ráð fyrir par-, rað-/fjöleignahúsum, allt að 18 íbúðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi skv.41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þórhallur Borgarsson vék af fundi 19:45.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 69. fundur - 10.05.2017

Lagt er fyrir nefndina tillaga að breyttu deiliskipulagi Brúnir II, að lokinni kynningu.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 63 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi, frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til klukkan 15:00, miðvikudaginn 3.maí 2017.

Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.