Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

101. fundur 11. september 2013 kl. 17:00 - 21:08 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur málum við dagskrána sem eru: Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa og umsókn um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vinnubúðir og verða þeir liðir númer 18 og 19 í fundargerðinni.

1.Umsókn um ljósastaur við Kóreksstaði

Málsnúmer 201306087

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Aðalbjörg Sigurðardóttir kt. 210151-2309 sækir um að fá útiljósastaur í hlaðið á Kórreksstöðum í Hjaltarstaðaþinghá. Málið var áður á dagskrá 28.08.2013.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Á grundvelli samþykktar um viðhald og uppsetningu á ljósabúnaði í dreifbýli, sem staðfest var í bæjarstjórn 2.11.2011, þá hafnar skipulags- og mannvirkjanefnd erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Vinnubúðir, ósk um geymslulóð

Málsnúmer 201210083

Erindi í tölvupósti dags.10.9.2013 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir f.h. Héraðsverks ehf. sækir um framlengingu á stöðuleyfi, sem veitt var á 83. fundi nefndarinnar 24.10.2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda. Stöðuleyfið verður veitt til eins árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.1.Umsókn um rekstrarleyfi/hótel, veitingastofa

Málsnúmer 201309053

Staðfest

2.2.Umsókn um rekstrarleyfi /Gistiheimili

Málsnúmer 201309059

Staðfest

2.3.Umsókn um rekstrarleyfi/gistiskáli

Málsnúmer 201308072

Staðfest

2.4.Umsókn um rekstrarleyfi/endurnýjun

Málsnúmer 201309029

Staðfest

2.5.Umsókn um rekstrarleyfi/gisting

Málsnúmer 201309030

Staðfest

2.6.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis/sumarhús

Málsnúmer 201309031

Staðfest

2.7.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

Málsnúmer 201308111

Staðfest

2.8.Umsókn um byggingarleyfi endurbætur

Málsnúmer 201309032

Staðfest

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 123

Málsnúmer 1309004

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir fundargerðina

4.Lausar lóðir á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201309047

Lagður er fram listi yfir lausar lóðir á Fljótsdalshéraði, til yfirferðar og kynningar.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd staðfestir að framlagður listi er sá sami og birtur er á heimasíðu sveitarfélagsis. Á þennan lista vantar fjórar byggingalóðir við Fjóluhvamm og Fífuhvamm þar sem deiliskipulag fyrir Hvamma er í kæruferli. Sökum skipulagsóvissu í Skólabrún, þá eru þær lóðir ekki á listanum. Nefndin samþykkir að hafin verði vinna við endurskoðun deiliskipulags götunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi.

Málsnúmer 201307005

Erindi dagsett 13.06.2013 þar sem Hlynur Torfi Torfason hjá Skipulagsstofnun, óskar eftir lykiltölum úr aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.
Málið var áður á dagskrá 24.7.2013.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðgengismál við Hlymsdali

Málsnúmer 201308105

Aðgengismál við Hlymsdali skoðuð

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að bæta við einu bílastæði fyrir fatlaða og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta framkvæma verkið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043

Gunnar Sigbjörnsson og Óðinn Gunnar Óðinsson kynntu þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Gunnari og Óðni fyrir kynninguna.

8.Umsókn um skilti

Málsnúmer 201309051

Erindi í tölvupósti dags.15.8.2013 þar sem Jón árni Ólafsson f.h. Skeljungs hf.kt.590269-1749, óskar eftir leyfi til að setja upp skilti á gatnamótum Fagradalsbrautar og Seyðisfjarðarvegar, samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Þar sem unnið er að heildstæðu skipulagi fyrir auglýsingaskilti í sveitarfélaginu, þá sér Skipulags- og mannvirkjanefnd sér ekki fært að samþykkja erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201309044

Lögð er fram tillaga að breytingu á Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði nr.512/2010. Breytingin felst í tilfærslu á einstefni í Bláskógum.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Á fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar þann 9.1.2013 var erindi um afnám einstefnu um Bláskóga hafnað. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta þeirri ákvörðun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Göngustígur í Fellabæ

Málsnúmer 201309050

Erindi í tölvupósti dags.6.9.2013 þar sem Ólafur Gauti Sigurðsson kt. 100473-5509, ítrekar nauðsyn þess að göngustígurinn milli Fellaskóla og íþróttahúss verði kláraður.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta kostnaðarmeta framkvæmdina og athuga hvort hægt er að ljúka við hana án jöfnunarlags og malbiks, á þessu ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um byggingaráform

Málsnúmer 201309042

Erindi dags. 6.9.2013 þar sem Baldur Bragason kt.280672-3949, sækir um byggingaráform um byggingu bílageymslu að Árskógum 28 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir áform um byggingu bílskúrs að Árskógum 28 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um að skila lóð

Málsnúmer 201309049

Erindi í tölvupósti dags.4.9.2013 þar sem Hrafnkell Elísson f.h. H gæði ehf. kt.670706-1330, óskar eftir að skila inn lóðunum 1-5 við Klettasel.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afturkalla kröfu um gatnagerðargjöld af lóðunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201309048

Erindi í tölvupósti dags.22.8.2013 þar sem Eyjólfur Jóhannsson f.h. Rafey ehf. kt.440789-5529, sækir um leyfi til að gera breytingar á húsinu að Miðási 11, verkstæði Rafeyjar, samkvæmt meðfylgjandi lýsingu

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um uppsetningu á skiltum

Málsnúmer 201309046

Erindi í tölvupósti dags. 4.7.2013 þar sem Hallur Geir Heiðarsson, svæðisstjóri Norður- og Austurlands, fyrir hönd Samkaup hf. kt.571298-3769, sækir um leyfi fyrir uppsetningu skilta innan bæjarmarka Egilsstaða á tveimur stöðum, samkvæmt meðfylgjandi myndum.

Þar sem unnið er að heildstæðu skipulagi fyrir auglýsingaskilti í sveitarfélaginu, þá sér Skipulags- og mannvirkjanefnd sér ekki fært að samþykkja erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Opin leiksvæði 2013

Málsnúmer 201309024

Lagt er fram kröfubréf dags. 3.9.2013 vegna opinna leiksvæða við Ranavað og í Selskógi. Einnig er lagður fram tölvupóstur dags.1.9.2013 þar sem óskað er eftir viðbrögðum við bréfum og skýrslum frá 1. júlí 2013.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar fyrri ákvörðun nefndarinnar um að fjarlægja leiktæki, sem ekki uppfylla kröfur reglugerðar.

Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum (HJ, JG, ÁK og SR), einn sat hjá (ÞH).

16.Miðvangur 18, frágangur á lóðamörkum

Málsnúmer 201309045

Erindi í tölvupósti dagsett 28.08.2013 þar sem Eggert Már Sigtryggsson óskar eftir að lokið verði við frágang á lóðinni Miðvangur 18 og gengið verði frá bráðabyrgðar lokunum við lóðina Blómvangur 2. Einnig er vísað í erindi dags. 20.06.2012, sem tekið var fyrir í skipulags- og mannvirkjanefnd 11.07.2012.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá bráðabyrgðarlokun við lóðarmörk Blómvangs 2 og Miðvangs 18 í samráði við lóðarhafa.
Öðrum framkvæmdum á svæðinu er vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Leikskólinn Hádegishöfði,Vinnueftirlit/Skoðunarskýrsla

Málsnúmer 201309005

Lögð er fram skoðunarskýrsla Vinnueftirlitsins, takmörkuð úttekt 28.08.2013 fyrir Leikskólann Hádegishöfða.

Lagt fram til kynningar

18.Hækkun á aðflugsbúnaðar mastri(GP Antenna Mast)

Málsnúmer 201308121

Erindi í tölvupósti dagsett 27.08.2013 þar sem Jörundur Ragnarsson fyrir hönd Ísavía ohf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðflugsbúnaði þ.e. mastur,(GP Antenna Mast). Um er að ræða hækkun á núverandi mastri úr 10,2 metrum með tveim skermum í 15,0 metra með þrem skermum.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Afhending teikninga af húsnæði Arionbanka á Egilsstöðum.

Málsnúmer 201308008

Erindi dagsett 29.07.2013 þar sem fulltrúar Arionbanka fara fram á, að uppdrættir af húsnæði bankans á Fagradalsbraut 11 á Egilsstöðum verði ekki afhentir þriðju aðilum sé þess óskað á skrifstofu bæjarins.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að verða við beiðni bréfritara.

Fundi slitið - kl. 21:08.