Afhending teikninga af húsnæði Arionbanka á Egilsstöðum.

Málsnúmer 201308008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 101. fundur - 11.09.2013

Erindi dagsett 29.07.2013 þar sem fulltrúar Arionbanka fara fram á, að uppdrættir af húsnæði bankans á Fagradalsbraut 11 á Egilsstöðum verði ekki afhentir þriðju aðilum sé þess óskað á skrifstofu bæjarins.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að verða við beiðni bréfritara.