Bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði. Sigrún Hólm Þorleifsdóttir, Ívar Ingimarsson og Alda Ósk Harðardóttir mætu á fundinn og gerðu grein fyrir sínum hugmyndum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar gestum fyrir kynninguna. Nefndin samþykkir að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa að koma á fundi með Vegagerðinni til að fara yfir mál tengd Fagradalsbraut, ásamt því að gera tillögu um bílastæði á gamla tjaldsvæðinu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði. Málið var áður á dagskrá 9.4.2014. Fyrir liggur uppdráttur af gamla tjaldsvæðinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu um bílastæði og staðsetningu á almenningssalernum. Tillagan ásamt kostnaðráætlun verði lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Fyrir liggur bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði
Umhverfis- og héraðsnefnd þakkar Sigrúnu Hólm og Guðbjörgu Björnsdóttir frá Þjónustusamfélaginu fyrir kynninguna. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman upplýsingar varðandi sorphirðu á áningarstöðum og mögulegan kostnað við uppsetningu nýrra sorpíláta í miðbænum.
Bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði. Málið var áður á dagskrá 29.04.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa ljúka við framkvæmdina.
Á fund umhverfis- og héraðsnefndar mættu Sigrúnu Hólm og Guðbjörgu Björnsdóttir frá Þjónustusamfélaginu og kynntu ýmis áherslumál félagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn bæjarstjóra að láta taka saman upplýsingar varðandi sorphirðu á áningarstöðum og mögulegan kostnað við uppsetningu nýrra sorpíláta í miðbænum.
Fyrir liggur bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði dagsett 22.04.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og héraðsnefnd samþykkir að útbúin verði tvö lerkiskýli fyrir þrjár sorptunnur hvort. Ein tunna fyrir almennt sorp, ein fyrir pappír og ein fyrir flöskur og dósir. Skýlin verði staðsett sitthvoru megin Fagradalsbrautar í miðbænum. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fulltrúa Þjónustusamfélagsins um nánari staðsetningu og eftirlit.
Fyrir liggur bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði dagsett 22.04.2014.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að útbúin verði tvö lerkiskýli fyrir þrjár sorptunnur hvort. Ein tunna fyrir almennt sorp, ein fyrir pappír og ein fyrir flöskur og dósir. Skýlin verði staðsett sitthvoru megin Fagradalsbrautar í miðbænum. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fulltrúa Þjónustusamfélagsins um nánari staðsetningu og eftirlit.
Til umræðu er merking gönguleiða meðan Ormsteiti stendur yfir. Um er að ræða svæðið sitthvorumegin við Fagradalsbrautina og merking gönguleiðar að Sláturhúsinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir ofangreind áform, en verði framkvæmd í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.
Til umræðu er merking gönguleiða meðan Ormsteiti stendur yfir. Um er að ræða svæðið sitthvoru megin við Fagradalsbrautina og merking gönguleiðar að Sláturhúsinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð ofangreind áform og að þau verði framkvæmd í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.
Erindi í tölvupósti dagsett 17.11.2014 þar sem Sigrún Hólm Þorleifsdóttir f.h. Þjónustusamfélagsins, minnir á fyrri erind frá Þjónustusamfélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að bílastæðamál og málefni Fagradalsbrautar eru í vinnslu. Hvað varðar snjómokstur og snjólosunarsvæði þá beinir nefndin því til starfsmanns og þeirra sem stýra snjómokstrinum að huga að snjólosunarsvæðum í miðbænum.
Erindi í tölvupósti dagsett 17. 11. 2014 þar sem Sigrún Hólm Þorleifsdóttir f.h. Þjónustusamfélagsins, minnir á fyrri erindi frá Þjónustusamfélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að bílastæðamál og málefni Fagradalsbrautar eru í vinnslu. Hvað varðar snjómokstur og snjólosunarsvæði þá beinir bæjarstjórn því til starfsmanns og þeirra sem stýra snjómokstrinum að huga að snjólosunarsvæðum í miðbænum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Gunnari og Óðni fyrir kynninguna.