Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

115. fundur 29. apríl 2014 kl. 17:00 - 19:57 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varaformaður
  • Jónas Guðmundsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Úlfar Trausti Þórðarson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Fjárhagsáætlun S og M 2015

Málsnúmer 201404085Vakta málsnúmer

Fyrir liggur rammaáætlun fyrir árið 2015.

Málið er í vinnslu.

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd, launayfirlit

Málsnúmer 201404157Vakta málsnúmer

Fyrir liggur launayfirlit fyrir janúar - mars.

Lagt fram til kynningar.

3.Ályktun frá Garðyrkufélagi Íslands

Málsnúmer 201404149Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram ályktanir Garðyrkjufélags Íslands, sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins 8.apríl 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir ályktanir Garðyrkjufélagsins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sláturhúsið/Menninagarhús, skýrsla

Málsnúmer 201404152Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður úr eldvarnaskoðun á Sláturhúsinu Kaupvangi 9, dagsett 16.4.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera tímasetta áætlun um úrbætur og leggja fyrir eftirlitsaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Endurbætur á Eiðakirkjugarði.

Málsnúmer 201307044Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dags.16.4.2014 þar sem Þórhallur Pálsson f.h. sóknarnefndar Eiðasóknar, óskar eftir að Sveitarfélagið samþykki girðingu kringum kirkjugarðinn á Eiðum, sem nefndin vill kaupa og er frá breska fyrirgækinu Jacksons Fencing. Málið var áður á dagskrá 22.1.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu sóknarnefndar um val á girðingarefni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Miðvangur 18, málning utanhúss

Málsnúmer 201404155Vakta málsnúmer

Til umræðu eru málefni sem snerta Miðvang 18, hússjóður, málning utanhúss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Samkaup, ósk um lagfæringar á plani

Málsnúmer 201107016Vakta málsnúmer

Fyrir liggja hugmyndir Samkaupa um frágang á svæðinu norðan við Kaupvang 6. Málið var áður á dagskrá 26.3.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við fulltrúa Samkaupa um nýtingu og frágang á umræddu svæði. Niðurstaðan verði lögð fyrir nefndina til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Kelduskógar 10,12,14 og 16, vatnsagi

Málsnúmer 201404153Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 22.4.2014 þar sem Hafþór Atli Rúnarsson kt.220983-4989 óskar eftir að sveitarfélagið geri ráðstafanir til að ekki safnist fyrir vatn í bakgarði húsins

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu, en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara um lausn á málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Einbúablá 18a og 18b, vegna fráveitu og grunnvatns

Málsnúmer 200811123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29.1.2014 þar sem eigendur hússins að Einbúablá 18 fara fram á að sveitarfélagið komi að lausn á þeim vanda sem grunnvatn er að valda við hús þeirra. Einnig er óskað eftir fundi með bæjarstjóra eða þeim sem hafa með þetta að gera. Málið var áður á dagskrá 12.2.2014. Fundur hefur verið haldinn með eigendum hússins.

Málið er í vinnslu.

10.Skurður norðan Dagsverks

Málsnúmer 201404156Vakta málsnúmer

Til umræðu er frágangur á skurði norðan lóðarinnar Dagsverk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu um frágang á skurðinum ásamt kostnaðaráætlun og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Beiðni um nýtingu túna í landi Eyvindarár

Málsnúmer 201404150Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 23.4.2014 þar sem Jón Björgvin Vernharðsson kt.050980-4999 og Sigurður Hallgrímur Jónsson kt.150757-2079 óska eftir að fá samning um afnot af túnum sveitarfélagsins úr landi Eyvindarár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem núverandi leigjandi mun ekki nýta forleigurétt sinn, þá samþykkir skipulags- og mannvirkjanefnd að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera drög að samningi við umsækjendur og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um stofnun fasteignar(þjóðlendu)

Málsnúmer 201404110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11.4.2014 þar sem Páll Þórhallsson og Sigurður Örn Guðleifsson óska eftir f.h. ráðherra stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr.14.gr.laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum, samkvæmt meðfylgjani uppdrætti. Heiti fasteignar verði Brúaröræfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkir eru þrír (HJ,ÞH og ÁK)
tveir sitja hjá (SHR og JG).

13.Deiliskipulag námu á Kollsstaðamóum

Málsnúmer 201304022Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði, dagsett 20.3.2014 ásamt umhverfisskýrslu dagsett mars 2014, samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umhverfisskýrslu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá

Málsnúmer 201404102Vakta málsnúmer

Erindi dags.11.4.2014 þar sem Melanie Hallbach kt. 050981-2669 sækir um stofnun fasteigna (lóða)úr landi Hvamms 2 samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði, skv.14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Aðalskipulag Skútustaðahrepps.

Málsnúmer 201404158Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, sem nú er í auglýsingu.

Lagt fram til kynningar.

16.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043Vakta málsnúmer

Bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði. Málið var áður á dagskrá 9.4.2014. Fyrir liggur uppdráttur af gamla tjaldsvæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu um bílastæði og staðsetningu á almenningssalernum. Tillagan ásamt kostnaðráætlun verði lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:57.